Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu detta niður í 3. sæti meðal Noðurlandaþjóðanna á nýjum FIFA lista. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira