Endurkoman mun hafa verið í nokkur ár í bígerð en erfiðast reyndist að sannfæra fatahönnuðinn og fyrrum posh spice Victoriu Beckham um að það væri góð hugmynd að sveitin kæmi saman á nýjan leik.
Eins og margir vita skipuðu sveitina þær Melanie Brown, Melanie Chisholm, Geri Halliwell, Emma Bunton og Victoria Beckham og voru sem frægastar á seinni hluta tíunda áratugarins
Samkvæmt fréttum er um að ræða nýja plötu frá sveitinni sem og sjónvarpsverkefni sem ekki er farið nánar í saumana á.
Þetta gæti orðið áhugavert - svo ekki sé meira sagt.
