Sakaði Ástrali um njósnir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 11:00 Pinto á æfingunni örlagaríku vísir/getty Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira