Her Búrma segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 23:25 Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AFP Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks. Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks.
Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent