Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:50 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu eftir þingflokksfund í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00