Verðlaunin í ár hlutu arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, eigendur arkitektastofunnar Kurt og Pí, fyrir hönnun Marshall-hússins sem sýninga- og veitingastaðar, sem þeir leiddu í samstarfi við ASK arkitekta.
Einnig hlaut Bláa Lónið viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun en hana hlýtur fyrirtæki sem hefur haft hönnun og arkitektúr að leiðarljósi alla tíð í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni.
Eins og sjá má þessum myndum sem ljósmyndarinn Rut Sigurðardóttir tók var gleðin allsráðandi í Iðnó.







