Pétur og úlfurinn lifna við í nútímaútgáfu Elín Albertsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:15 Pamela De Sensi flautuleikari hefur gert nútímaútgáfu af Pétri og úlfinum sem frumflutt verður í Hörpu á sunnudag. Vísir/Hanna Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag. Það er Pamela De Sensi flautuleikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Gröndal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútímalegt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókarformi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í samfélagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Danslistarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlustendur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og aukatónleikar kl. 16. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag. Það er Pamela De Sensi flautuleikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Gröndal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútímalegt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókarformi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í samfélagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Danslistarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlustendur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og aukatónleikar kl. 16.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira