Strákarnir okkar sparka í „sama“ bolta og Pelé á HM í Rússlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2017 09:00 Adidas Telstar 18 verður notaður á HM 2018. mynd/adidas Adidas kynnti í gær nýja HM-boltann sem verður notaður í Rússlandi á næsta ári en þar verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Boltinn fékk nafnið Telstar 18 og er á þrettándi í röðinni hjá Adidas en það hefur búið HM-boltana allar götur frá 1970. Þessi sækir innblástur til fyrstu keppninnar sem Adidas kom að árið 1970 en það er að sumra mati eitt besta heimsmeistaramót sögunnar. Þar voru mættar goðsagnir á borð við Pelé, Gerd Müller, Giacinto Facchetti, Pedro Rocha og Bobby Moore en Brasilía, með Pelé í fararbroddi, stóð uppi sem sigurvegari. Fyrsti Adidas-boltinn hét Telstar en það er í raun stytting á „Star of television“. Það var fyrsti boltinn sem skreyttur var með hvítum og svörtum flötum því hann átti að vera áberandi í sjónvarpstækjum sem sýndu aðeins svart og hvítt. Þessi ætti að sjást bara nokkuð vel í blússandi háskerpu út um allan heim en Telstar 18 er gæddur öllum helstu nýjungum í boltafræðunum svo það ætti að vera minna mál fyrir Gylfa Þór og strákana okkar að koma boltanum í markið í Rússlandi á næsta ári.All 13 Adidas World Cup balls, with the new Telstar 18 in the middle. pic.twitter.com/XyUcupRv6Y— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 10, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Adidas kynnti í gær nýja HM-boltann sem verður notaður í Rússlandi á næsta ári en þar verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Boltinn fékk nafnið Telstar 18 og er á þrettándi í röðinni hjá Adidas en það hefur búið HM-boltana allar götur frá 1970. Þessi sækir innblástur til fyrstu keppninnar sem Adidas kom að árið 1970 en það er að sumra mati eitt besta heimsmeistaramót sögunnar. Þar voru mættar goðsagnir á borð við Pelé, Gerd Müller, Giacinto Facchetti, Pedro Rocha og Bobby Moore en Brasilía, með Pelé í fararbroddi, stóð uppi sem sigurvegari. Fyrsti Adidas-boltinn hét Telstar en það er í raun stytting á „Star of television“. Það var fyrsti boltinn sem skreyttur var með hvítum og svörtum flötum því hann átti að vera áberandi í sjónvarpstækjum sem sýndu aðeins svart og hvítt. Þessi ætti að sjást bara nokkuð vel í blússandi háskerpu út um allan heim en Telstar 18 er gæddur öllum helstu nýjungum í boltafræðunum svo það ætti að vera minna mál fyrir Gylfa Þór og strákana okkar að koma boltanum í markið í Rússlandi á næsta ári.All 13 Adidas World Cup balls, with the new Telstar 18 in the middle. pic.twitter.com/XyUcupRv6Y— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 10, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira