Þetta kostaði skólann þeirra 26 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Sigurstund hjá Auburn. Vísir/Getty Auburn háskólaliðið vann frábæran sigur á besta liði landsins, Alabama, í úrslitaleiknum um Járnskálina í ameríska háskólafótboltanum um helgina. Auburn og Alabama eru miklir erkifjendur í háskólaboltanum og þetta var auk þess sigur í árlegum úrslitaleik skólanna um Iron Bowl og jafnframt sigur á liði sem hafði ekki tapað leik á tímabilinu. Gleðin og ánægjan var því mikil hjá stuðningsmönnum Auburn sem réðu ekki við sig í leikslok og hlupu inn á völlinn til að fagna sigrinum. Leikurinn fór fram á heimavelli Auburn en Jordan–Hare leikvangurinn tekur yfir 87 þúsund manns. Það var því nóg af fólki á vellinum eftir leikinn. Eins og sést hér fyrir neðan þá bauð þetta upp á magnaðar myndir af sigurstund Auburn-liðsins.W.#WarEaglepic.twitter.com/XpYq7jx6DE — Auburn Football (@AuburnFootball) November 26, 2017 Þetta hafði líka sínar afleiðingar fyrir Auburn háskólann sem fékk stóra sekt fyrir hegðun stuðningsfólks síns. Það er stranglega bannað fyrir áhorfendur að koma inn á völlinn og á það jafnt við í leikslok sem og á meðan leik stendur. Það mótmælir því enginn enda skapar það stórhættulegar aðstæður þegar svo mikið af hoppandi glöðu fólki er komið saman og öryggisverðir og lögreglan ræður ekki við neitt. Auburn háskólinn fékk 250 þúsund dollara sekt fyrir vikið sem eru tæpar 26 milljónir íslenskra króna. Þetta uppátæki kostaði því sitt en bjó til eftirminnilega sigurstund.Photo Of The Night: Bama Goes Down At Auburn ( by Don Hardyman III) pic.twitter.com/dymL7d8rkG — Darren Rovell (@darrenrovell) November 26, 2017Vísir/Getty Aðrar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Auburn háskólaliðið vann frábæran sigur á besta liði landsins, Alabama, í úrslitaleiknum um Járnskálina í ameríska háskólafótboltanum um helgina. Auburn og Alabama eru miklir erkifjendur í háskólaboltanum og þetta var auk þess sigur í árlegum úrslitaleik skólanna um Iron Bowl og jafnframt sigur á liði sem hafði ekki tapað leik á tímabilinu. Gleðin og ánægjan var því mikil hjá stuðningsmönnum Auburn sem réðu ekki við sig í leikslok og hlupu inn á völlinn til að fagna sigrinum. Leikurinn fór fram á heimavelli Auburn en Jordan–Hare leikvangurinn tekur yfir 87 þúsund manns. Það var því nóg af fólki á vellinum eftir leikinn. Eins og sést hér fyrir neðan þá bauð þetta upp á magnaðar myndir af sigurstund Auburn-liðsins.W.#WarEaglepic.twitter.com/XpYq7jx6DE — Auburn Football (@AuburnFootball) November 26, 2017 Þetta hafði líka sínar afleiðingar fyrir Auburn háskólann sem fékk stóra sekt fyrir hegðun stuðningsfólks síns. Það er stranglega bannað fyrir áhorfendur að koma inn á völlinn og á það jafnt við í leikslok sem og á meðan leik stendur. Það mótmælir því enginn enda skapar það stórhættulegar aðstæður þegar svo mikið af hoppandi glöðu fólki er komið saman og öryggisverðir og lögreglan ræður ekki við neitt. Auburn háskólinn fékk 250 þúsund dollara sekt fyrir vikið sem eru tæpar 26 milljónir íslenskra króna. Þetta uppátæki kostaði því sitt en bjó til eftirminnilega sigurstund.Photo Of The Night: Bama Goes Down At Auburn ( by Don Hardyman III) pic.twitter.com/dymL7d8rkG — Darren Rovell (@darrenrovell) November 26, 2017Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira