Vonast til að Alþingi geti komið saman í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:49 Frá upphafi fundarins sem hófst í hádeginu. vísir/ernir Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57
Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00