Fólk sækir óvenju snemma um mataraðstoð fyrir jól í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:15 Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira