Sitjandi uppistand í Veröld í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 10:30 Rakugo-meistarinn Yanagiya Kyotaro verður í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld. Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember. Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember.
Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira