Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 17:32 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag áður en hann bar vitni. vísir/vilhelm Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30
„Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53