Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 15:51 Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, fyrir utan Downingstræti 10. Vísir/AFP Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025. Brexit Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025.
Brexit Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira