„Þetta átti ekki að enda svona“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 14:53 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi þegar annað mál var til umfjöllunar. Vísir Fjögur þeirra sex sem voru handtekin í kjölfar árásarinnar á Æsustöðum þann 7. júní á þessu ári en látin laus könnuðust lítið við að hafa séð átök milli Arnars Jónssonar Aspar, Sveins Gests Tryggvasonar og Jóns Trausta Lútherssonar þegar skýrslur voru teknar af þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau segja öll að Arnar hafi ráðist að Sveini Gesti að fyrra bragði við heimili sitt að Æsustöðum áður en þau reyndu að koma sér í burtu. Marcin Wieslaw Nabakowski var einn þeirra sem fór til Æsustaða þetta kvöld. Hann kannast ekki við að hafa séð nein slagsmál í brekkunni við bæinn. „Ég horfði ekkert. Ég vildi ekki blanda mér í þetta,“ sagði Marcin í héraðsdómi í dag. „Ég veit þetta er svakalegt mál. Ég á sjálfur lítið barn. Þetta var vinur minn, þetta átti ekki að enda svona.“ Framburður Marcin var breyttur frá skýrslutöku hans hjá lögreglu þar sem hann hafði kannast við að Sveinn Gestur hefði legið ofan á Arnari og haldið honum niðri.Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi ekki vera vitni Bróðir hans, Rafal Marek Nabakowski, sagði svipaða sögu. Hann kannast við að hafa séð Arnar koma hlaupandi niður brekkuna við Æsustaði til móts við þau. Hann segir að Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari, og þeir hafi á einhverjum tímapunkti dottið í jörðina. Það næsta sem hann hafi séð af atburðarásinni í brekkunni var þegar Sveinn Gestur reyndi að lífga Arnar við. Rúnar Örn Bergmann var einnig með í ferð umrætt kvöld og keyrði bíl Sveins Gests. Hann sat inni í bíl á meðan samskiptin fyrir utan húsið áttu sér stað og var að borða. Hann segir að Arnar hafi öskrað að Sveini og í kjölfarið ráðist á hann. Svo lýsir hann atburðarásinni sem Sveinn Gestur lýsti í skýrslu sinni í morgun, að Arnar hafi sótt kústskaft, gert skemmdir á bílum þeirra og þau keyrt í burtu. „Nokkrum mínútum síðar heyri ég þegar hann er að koma og ég lít til hliðar og sé að Jón Trausti hleypur upp brekkuna og ég sit þarna áfram í bílnum.” Hann segist engin samskipti hafa séð í brekkunni og ekkert af því sem Sveini er gefið að sök að hafa gert. Ástæðan segir hann að sé sú að hann hafi ekki viljað vera vitni að því sem átti sér stað. „Nokkrum mínútum seinna kemur stelpan sem var með Jóni Trausta og segir „þeir eru að hnoða hann, guð minn góður þeir eru að hnoða hann“ og við keyrum í burtu.“Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen í sumar.Vísir/VilhelmSegist ekki muna mikiðKonan sem var með Jóni Trausta í för var Ásta Hrönn Guðmundsdóttir sem var einnig handtekin og sat einnig í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins. Hún segist muna takmarkað eftir atburðunum og að hún hafi blokkað mikið út í kjölfarið. Hún kannaðist þó við að hafa séð einhver átök á milli Jóns Trausta og Arnars, en ekki séð mikið hvað gerðist. „Síðasta sem ég sé er að Svenni situr með hann með hendur fyrir aftan bak til að róa hann niður og heldur honum þannig,“ sagði Ásta Hrönn. Í framhaldinu mun Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur bera vitni og verður þinghaldi lokað á meðan eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Fjögur þeirra sex sem voru handtekin í kjölfar árásarinnar á Æsustöðum þann 7. júní á þessu ári en látin laus könnuðust lítið við að hafa séð átök milli Arnars Jónssonar Aspar, Sveins Gests Tryggvasonar og Jóns Trausta Lútherssonar þegar skýrslur voru teknar af þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau segja öll að Arnar hafi ráðist að Sveini Gesti að fyrra bragði við heimili sitt að Æsustöðum áður en þau reyndu að koma sér í burtu. Marcin Wieslaw Nabakowski var einn þeirra sem fór til Æsustaða þetta kvöld. Hann kannast ekki við að hafa séð nein slagsmál í brekkunni við bæinn. „Ég horfði ekkert. Ég vildi ekki blanda mér í þetta,“ sagði Marcin í héraðsdómi í dag. „Ég veit þetta er svakalegt mál. Ég á sjálfur lítið barn. Þetta var vinur minn, þetta átti ekki að enda svona.“ Framburður Marcin var breyttur frá skýrslutöku hans hjá lögreglu þar sem hann hafði kannast við að Sveinn Gestur hefði legið ofan á Arnari og haldið honum niðri.Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi ekki vera vitni Bróðir hans, Rafal Marek Nabakowski, sagði svipaða sögu. Hann kannast við að hafa séð Arnar koma hlaupandi niður brekkuna við Æsustaði til móts við þau. Hann segir að Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari, og þeir hafi á einhverjum tímapunkti dottið í jörðina. Það næsta sem hann hafi séð af atburðarásinni í brekkunni var þegar Sveinn Gestur reyndi að lífga Arnar við. Rúnar Örn Bergmann var einnig með í ferð umrætt kvöld og keyrði bíl Sveins Gests. Hann sat inni í bíl á meðan samskiptin fyrir utan húsið áttu sér stað og var að borða. Hann segir að Arnar hafi öskrað að Sveini og í kjölfarið ráðist á hann. Svo lýsir hann atburðarásinni sem Sveinn Gestur lýsti í skýrslu sinni í morgun, að Arnar hafi sótt kústskaft, gert skemmdir á bílum þeirra og þau keyrt í burtu. „Nokkrum mínútum síðar heyri ég þegar hann er að koma og ég lít til hliðar og sé að Jón Trausti hleypur upp brekkuna og ég sit þarna áfram í bílnum.” Hann segist engin samskipti hafa séð í brekkunni og ekkert af því sem Sveini er gefið að sök að hafa gert. Ástæðan segir hann að sé sú að hann hafi ekki viljað vera vitni að því sem átti sér stað. „Nokkrum mínútum seinna kemur stelpan sem var með Jóni Trausta og segir „þeir eru að hnoða hann, guð minn góður þeir eru að hnoða hann“ og við keyrum í burtu.“Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen í sumar.Vísir/VilhelmSegist ekki muna mikiðKonan sem var með Jóni Trausta í för var Ásta Hrönn Guðmundsdóttir sem var einnig handtekin og sat einnig í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins. Hún segist muna takmarkað eftir atburðunum og að hún hafi blokkað mikið út í kjölfarið. Hún kannaðist þó við að hafa séð einhver átök á milli Jóns Trausta og Arnars, en ekki séð mikið hvað gerðist. „Síðasta sem ég sé er að Svenni situr með hann með hendur fyrir aftan bak til að róa hann niður og heldur honum þannig,“ sagði Ásta Hrönn. Í framhaldinu mun Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur bera vitni og verður þinghaldi lokað á meðan eins og fjallað var um á Vísi í morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent