Nóbel í tónum í Norræna húsinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:15 Hrönn og Bylgja Dís ætla að flytja tilfinningaríka tónlist við ljóð tveggja Nóbelskálda. Vísir/Vilhelm Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni.
Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira