Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar atburða sem urðu á Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði