Fimmti hver deyr í bið inni á Landspítalanum Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Það eru of margir sem bíða á spítalanum og komast ekki út. vísir/eyþór Eitt hundrað ný hjúkrunarrými á Landspítalanum færu langt með að leysa vanda Landspítalans að mati Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðadeildar spítalans. Um eitt hundrað aldraðir einstaklingar bíða inni á spítalanum með færni- og heilsumat. Fimmtungur þeirra deyr á spítalanum áður en þeir komast á öldrunarheimili.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar LSH.vísir/anton brink„Skortur á dvalarrýmum er meinið sem skemmir svo mikið út frá sér. Þar liggur vandinn sem spítalinn glímir við fyrst og fremst,“ segir Jón Magnús. „Skorturinn hefur áhrif á biðtíma sjúklinga eftir sérhæfðri meðferð, áhrif á tímann þar til sjúklingur er kominn á viðeigandi sjúkradeild, og hefur áhrif á legutíma allra sjúklinga. Einnig ef þessi vandi yrði leystur yrði álag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mun minna og auðveldaði þeim stéttum öll störf.“ Nýtt þing þarf að koma saman innan skamms til að vinna að fjárlagagerð næsta árs. Vísir að samstöðu um breytingar til að fjölga öldrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur myndast. „Það er alveg rétt að það þarf að að hjóla í þetta. Ný ríkisstjórn verður að taka á þessum málum. Við unnum að þessu í velferðarnefnd og ég veit af vinnu í ráðuneytinu um að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi formaður velferðarnefndar þingsins. „Þetta er bráðnauðsynlegt fyrir þjóðina í heild. Það skiptir máli að setja fjármagn þangað sem peninga er virkilega þörf og það er í þessu tilviki í fjölgun öldrunarrýma. “ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að fimmtungur þeirra sem liggi á LSH og bíði eftir hjúkrunarrými andist áður en þeir komist inn á öldrunarheimili. „Þetta er fyrirhyggjuleysi síðustu ára sem við erum að fást við. Það hefur einfaldlega ekki verið byggt nægilega af rýmum fyrir þetta fólk. Einnig mun öldruðum fjölga mikið á næstu árum og því þurfum við átak í þessum málaflokki. Þessi einstaka aðgerð myndi leysa mörg vandamál á LSH,“ segir Anna Sigrún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Eitt hundrað ný hjúkrunarrými á Landspítalanum færu langt með að leysa vanda Landspítalans að mati Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðadeildar spítalans. Um eitt hundrað aldraðir einstaklingar bíða inni á spítalanum með færni- og heilsumat. Fimmtungur þeirra deyr á spítalanum áður en þeir komast á öldrunarheimili.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar LSH.vísir/anton brink„Skortur á dvalarrýmum er meinið sem skemmir svo mikið út frá sér. Þar liggur vandinn sem spítalinn glímir við fyrst og fremst,“ segir Jón Magnús. „Skorturinn hefur áhrif á biðtíma sjúklinga eftir sérhæfðri meðferð, áhrif á tímann þar til sjúklingur er kominn á viðeigandi sjúkradeild, og hefur áhrif á legutíma allra sjúklinga. Einnig ef þessi vandi yrði leystur yrði álag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mun minna og auðveldaði þeim stéttum öll störf.“ Nýtt þing þarf að koma saman innan skamms til að vinna að fjárlagagerð næsta árs. Vísir að samstöðu um breytingar til að fjölga öldrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur myndast. „Það er alveg rétt að það þarf að að hjóla í þetta. Ný ríkisstjórn verður að taka á þessum málum. Við unnum að þessu í velferðarnefnd og ég veit af vinnu í ráðuneytinu um að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi formaður velferðarnefndar þingsins. „Þetta er bráðnauðsynlegt fyrir þjóðina í heild. Það skiptir máli að setja fjármagn þangað sem peninga er virkilega þörf og það er í þessu tilviki í fjölgun öldrunarrýma. “ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að fimmtungur þeirra sem liggi á LSH og bíði eftir hjúkrunarrými andist áður en þeir komist inn á öldrunarheimili. „Þetta er fyrirhyggjuleysi síðustu ára sem við erum að fást við. Það hefur einfaldlega ekki verið byggt nægilega af rýmum fyrir þetta fólk. Einnig mun öldruðum fjölga mikið á næstu árum og því þurfum við átak í þessum málaflokki. Þessi einstaka aðgerð myndi leysa mörg vandamál á LSH,“ segir Anna Sigrún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira