Þriðjungslíkur á að vél taki starfið þitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:27 Angela Merkel má gera ráð fyrir því að hlutfallslega fleiri landar hennar muni missa vinnuna heldur en Narendra Modi. Vísir/Getty Allt að 800 milljón manns munu hafa misst vinnuna í hendur sjálfvirkra vélmenna árið 2030. Aukin sjálfvirkni mun þannig hafa bein áhrif á næstum fimmtung allra starfa í heiminum næsta áratuginn. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar skýrslu sem ráðgjafastofnunin McKinsey Global Institute kynnti á dögunum. Rannsóknin tók til 46 ríkja og næstum 800 starfsgreina. Þar kemur fram að um þriðjungur alls vinnuafls í ríkari löndum á borð við Þýskaland og Bandaríkin mun þurfa á róa á önnur mið og að störf sem lúta að matvælaframleiðslu og stjórnun véla muni nær algjörlega hverfa. Störfum í fátækari löndum, sem ekki hafa bolmagnið til að fjárfesta í dýrum vélum, mun síður fækka. Þannig er áætlað að aðeins 9 prósent vinnuafls í Indland muni missa vinnuna í hendur véla fram til ársins 2030.Barþjónar geta andað rólega Í skýrslu McKinsey kemur að sama skapi fram að læknar, lögfræðingar, kennarar og barþjónar ættu ekki að þurfa óttast vélvæðinguna enda muni þeirra störf ekki hverfa á næstunni. Pípulagingamenn, garðyrkjufræðingar og fólk í ummönnunarstörfum getur einnig andað rólega. Hins vegar ættu hvers kyns aðstoðarmenn, sem og bókhaldarar, mögulega að fara að hugsa sér til hreyfings. Vélmennavæðingunni muni þó fylgja ýmis störf að mati rannsakendanna, rétt eins og gerðist með tilkomu heimilistölvunnar þegar fjöldamörg þjónustu- og viðhaldsstörf spruttu fram á sjónarsviðið. Engu að síður er það mat skýrsluhöfunda að stjórnvöld, jafnt í ríkari sem fátækari löndum, ættu að huga að endurþjálfun mannauðs - fyrr en síðar. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Allt að 800 milljón manns munu hafa misst vinnuna í hendur sjálfvirkra vélmenna árið 2030. Aukin sjálfvirkni mun þannig hafa bein áhrif á næstum fimmtung allra starfa í heiminum næsta áratuginn. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar skýrslu sem ráðgjafastofnunin McKinsey Global Institute kynnti á dögunum. Rannsóknin tók til 46 ríkja og næstum 800 starfsgreina. Þar kemur fram að um þriðjungur alls vinnuafls í ríkari löndum á borð við Þýskaland og Bandaríkin mun þurfa á róa á önnur mið og að störf sem lúta að matvælaframleiðslu og stjórnun véla muni nær algjörlega hverfa. Störfum í fátækari löndum, sem ekki hafa bolmagnið til að fjárfesta í dýrum vélum, mun síður fækka. Þannig er áætlað að aðeins 9 prósent vinnuafls í Indland muni missa vinnuna í hendur véla fram til ársins 2030.Barþjónar geta andað rólega Í skýrslu McKinsey kemur að sama skapi fram að læknar, lögfræðingar, kennarar og barþjónar ættu ekki að þurfa óttast vélvæðinguna enda muni þeirra störf ekki hverfa á næstunni. Pípulagingamenn, garðyrkjufræðingar og fólk í ummönnunarstörfum getur einnig andað rólega. Hins vegar ættu hvers kyns aðstoðarmenn, sem og bókhaldarar, mögulega að fara að hugsa sér til hreyfings. Vélmennavæðingunni muni þó fylgja ýmis störf að mati rannsakendanna, rétt eins og gerðist með tilkomu heimilistölvunnar þegar fjöldamörg þjónustu- og viðhaldsstörf spruttu fram á sjónarsviðið. Engu að síður er það mat skýrsluhöfunda að stjórnvöld, jafnt í ríkari sem fátækari löndum, ættu að huga að endurþjálfun mannauðs - fyrr en síðar.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira