Vændi er svakalegt ofbeldi 9. desember 2017 11:00 Eva Dís Þórðardóttir vinnur úr reynslu sinni með hjálp Stígamóta. Henni finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeim hryllingi sem vændi er. Vísir/Anton Brink Eva Dís Þórðardóttir vinnur úr reynslu sinni af vændi með hjálp Stígamóta, bæði í einstaklingsviðtölum með ráðgjafa og í hópavinnu með konum sem hafa svipaða reynslu. „Ég veit alveg hvar sagan mín byrjar og hún byrjar ekki þegar ég byrja í vændinu. Hún byrjar þegar ég var misnotuð sem barn, þegar ég lenti í einelti og í uppeldi mínu. Ég var mjög meðvirk frá barnsaldri og ég held að þannig hafi ég lifað af, með því að fara í hlutverk, aftengja mig raunverulegum tilfinningum og fara á sjálfstýringu til að lifa af,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, sem hefur unnið úr reynslu sinni af vændi með hjálp Stígamóta. Eva Dís lýsir því þegar hún flutti til Danmerkur eftir nokkur skaðleg ástarsambönd. Þá rúmlega tvítug hóf hún fljótlega samband við mann sem kom svo í ljós að hafði áhuga á að stofna fylgdarþjónustu. Hann kynnti hana fyrir vændisheiminum í formi símavörslu í vændishúsi. „Og allar stelpurnar og maddaman voru svo hissa á því að ég vildi frekar vera á símanum en „á lakinu“ því það væru miklu meiri peningar í því og ég var svo brotin inni í mér að ég ákvað að prófa.Þær létu þetta hljóma sem eitthvað spennandi og lengi laug ég því að mér líka. Að þetta væri fín leið til að ná í pening. Maður verður að segja sér að þetta sé það þegar maður er í þessu. Grafa sig og finna upp einhvern lygaraunveruleika. Annars er ekki hægt að gera þetta.“ Þótt hún hafi ekki starfað lengi í þessum heimi lýsir hún samt þeim tíma sem hryllilegum. „Vændi er svakalegt ofbeldi. Ég vil kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Það er ekki gott að víkja sér undan því að tala um hryllinginn. Ég var hóra og þetta var hóruhús og þeir sem komu voru hórukúnnar eða eitthvað þaðan af verra, menn sem fengu eitthvað út úr því að kaupa sér yfirráð yfir líkama konu til að geta nýtt hana eins og þeim sýndist. Og þegar talað er um gleði-konur? Það er engin gleði í vændi. Það er enginn glaður þar. Það er mikilvægt að allir skilji það.“ Eva Dís flutti til Íslands árið 2008 og þremur árum síðar dó faðir hennar. Nokkru síðar var henni nauðgað. „Og það var svo skrýtið að ég brást alveg eins við og í vændinu. Ég fór bara út úr líkamanum og reyndi að láta þetta klárast svo ég slyppi. Þá fyrst leitaði ég mér hjálpar. Mér datt samt ekki í hug að nefna vændið. Ég skilgreindi það ekki sem ofbeldi, bara eitthvað sem ég hafði gert og skammaðist mín svo svakalega fyrir. Ráðgjafinn benti mér á Stígamót. Á Stígamótum fór ég að vinna úr hlutum og þar nefndi ég vændið í framhjáhlaupi og ráðgjafinn upplýsti mig um að þetta væri kynferðisofbeldi. Mér finnst svo skrýtið núna að tala um vændi sem viðskipti. Eins og Rachel Moran, fyrrverandi vændiskona og baráttukona gegn vændi, segir í bók sinni: Ef einhver borgar öðrum fyrir að fá að berja hann í klessu, er sá sem lemur ekki ofbeldismaður? Alveg eins ef þú borgar einhverjum fyrir að nauðga viðkomandi. Það er mér rosalega mikilvægt að allir skilji að vændi er ekki kynlíf. Það þarf að eyða þeim misskilningi og fara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Mér finnst að það eigi að setja eitthvað ógeðslegt orð líka á kúnnana svo þeir skilji hvað þeir eru að gera. Að þeir skilji skaðann sem þeir valda. Ég vildi að ég hefði verið með rétta orðaforðann þegar ég var að fara inn í þennan heim, að ég hefði haft meiri skilning á hvað þetta er og er ekki.“ Hún segir erfitt að lifa með afleiðingum vændis og viðurkennir að hún eigi oft erfiða daga. „Stígamót hafa hjálpað mér alveg svakalega að sjá hvað er afleiðing af vændinu, skilja ákveðna hluti. Áfallastreitan er skrýtin og hefur svo margar hliðar, kvíði og frestunarárátta er til dæmis hluti af áfallastreitunni og líka að vantreysta fólki og aðstæðum. Það er svo gott að koma niður í Stígamót og fá að ræða þetta allt saman. Við erum ekkert endilega að fara í smáatriðum yfir það sem gerðist í vændinu enda held ég að það sé ekkert endilega nauðsynlegt. Stígamót gáfu mér svo margt. Ég fæ tækifæri til að tala um hvernig mér líður og læra að skilja á milli afleiðinganna og sjálfrar mín. Að ég sé ekki bara svona gölluð heldur eru þetta afleiðingar af því sem fyrir mig hefur komið. Þar er líka hópur fyrir stelpur sem hafa verið í vændi og það er mjög dýrmætt og hjálplegt að tala um hluti sem enginn skilur nema sú sem hefur upplifað svipað. Ég er smám saman að þroskast og þróa mig út í að geta hjálpað öðrum. Það er annað sem Stígamót hafa gefið mér tækifæri á að gera. Að gefa af mér og gefa áfram það sem ég er að læra. Það er mér dýrmætast af öllu, að skilgreina mig. Ég lít bara á sjálfa mig sem Evu. En mikilvægast er samt að ég losnaði við skömmina. Skömm þrífst ekki nema í leyni. Og með því að tala um reynslu mína og spegla hana með einhverjum sem er tilbúinn að taka við henni get ég losnað úr viðjum hennar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Eva Dís Þórðardóttir vinnur úr reynslu sinni af vændi með hjálp Stígamóta, bæði í einstaklingsviðtölum með ráðgjafa og í hópavinnu með konum sem hafa svipaða reynslu. „Ég veit alveg hvar sagan mín byrjar og hún byrjar ekki þegar ég byrja í vændinu. Hún byrjar þegar ég var misnotuð sem barn, þegar ég lenti í einelti og í uppeldi mínu. Ég var mjög meðvirk frá barnsaldri og ég held að þannig hafi ég lifað af, með því að fara í hlutverk, aftengja mig raunverulegum tilfinningum og fara á sjálfstýringu til að lifa af,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, sem hefur unnið úr reynslu sinni af vændi með hjálp Stígamóta. Eva Dís lýsir því þegar hún flutti til Danmerkur eftir nokkur skaðleg ástarsambönd. Þá rúmlega tvítug hóf hún fljótlega samband við mann sem kom svo í ljós að hafði áhuga á að stofna fylgdarþjónustu. Hann kynnti hana fyrir vændisheiminum í formi símavörslu í vændishúsi. „Og allar stelpurnar og maddaman voru svo hissa á því að ég vildi frekar vera á símanum en „á lakinu“ því það væru miklu meiri peningar í því og ég var svo brotin inni í mér að ég ákvað að prófa.Þær létu þetta hljóma sem eitthvað spennandi og lengi laug ég því að mér líka. Að þetta væri fín leið til að ná í pening. Maður verður að segja sér að þetta sé það þegar maður er í þessu. Grafa sig og finna upp einhvern lygaraunveruleika. Annars er ekki hægt að gera þetta.“ Þótt hún hafi ekki starfað lengi í þessum heimi lýsir hún samt þeim tíma sem hryllilegum. „Vændi er svakalegt ofbeldi. Ég vil kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Það er ekki gott að víkja sér undan því að tala um hryllinginn. Ég var hóra og þetta var hóruhús og þeir sem komu voru hórukúnnar eða eitthvað þaðan af verra, menn sem fengu eitthvað út úr því að kaupa sér yfirráð yfir líkama konu til að geta nýtt hana eins og þeim sýndist. Og þegar talað er um gleði-konur? Það er engin gleði í vændi. Það er enginn glaður þar. Það er mikilvægt að allir skilji það.“ Eva Dís flutti til Íslands árið 2008 og þremur árum síðar dó faðir hennar. Nokkru síðar var henni nauðgað. „Og það var svo skrýtið að ég brást alveg eins við og í vændinu. Ég fór bara út úr líkamanum og reyndi að láta þetta klárast svo ég slyppi. Þá fyrst leitaði ég mér hjálpar. Mér datt samt ekki í hug að nefna vændið. Ég skilgreindi það ekki sem ofbeldi, bara eitthvað sem ég hafði gert og skammaðist mín svo svakalega fyrir. Ráðgjafinn benti mér á Stígamót. Á Stígamótum fór ég að vinna úr hlutum og þar nefndi ég vændið í framhjáhlaupi og ráðgjafinn upplýsti mig um að þetta væri kynferðisofbeldi. Mér finnst svo skrýtið núna að tala um vændi sem viðskipti. Eins og Rachel Moran, fyrrverandi vændiskona og baráttukona gegn vændi, segir í bók sinni: Ef einhver borgar öðrum fyrir að fá að berja hann í klessu, er sá sem lemur ekki ofbeldismaður? Alveg eins ef þú borgar einhverjum fyrir að nauðga viðkomandi. Það er mér rosalega mikilvægt að allir skilji að vændi er ekki kynlíf. Það þarf að eyða þeim misskilningi og fara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Mér finnst að það eigi að setja eitthvað ógeðslegt orð líka á kúnnana svo þeir skilji hvað þeir eru að gera. Að þeir skilji skaðann sem þeir valda. Ég vildi að ég hefði verið með rétta orðaforðann þegar ég var að fara inn í þennan heim, að ég hefði haft meiri skilning á hvað þetta er og er ekki.“ Hún segir erfitt að lifa með afleiðingum vændis og viðurkennir að hún eigi oft erfiða daga. „Stígamót hafa hjálpað mér alveg svakalega að sjá hvað er afleiðing af vændinu, skilja ákveðna hluti. Áfallastreitan er skrýtin og hefur svo margar hliðar, kvíði og frestunarárátta er til dæmis hluti af áfallastreitunni og líka að vantreysta fólki og aðstæðum. Það er svo gott að koma niður í Stígamót og fá að ræða þetta allt saman. Við erum ekkert endilega að fara í smáatriðum yfir það sem gerðist í vændinu enda held ég að það sé ekkert endilega nauðsynlegt. Stígamót gáfu mér svo margt. Ég fæ tækifæri til að tala um hvernig mér líður og læra að skilja á milli afleiðinganna og sjálfrar mín. Að ég sé ekki bara svona gölluð heldur eru þetta afleiðingar af því sem fyrir mig hefur komið. Þar er líka hópur fyrir stelpur sem hafa verið í vændi og það er mjög dýrmætt og hjálplegt að tala um hluti sem enginn skilur nema sú sem hefur upplifað svipað. Ég er smám saman að þroskast og þróa mig út í að geta hjálpað öðrum. Það er annað sem Stígamót hafa gefið mér tækifæri á að gera. Að gefa af mér og gefa áfram það sem ég er að læra. Það er mér dýrmætast af öllu, að skilgreina mig. Ég lít bara á sjálfa mig sem Evu. En mikilvægast er samt að ég losnaði við skömmina. Skömm þrífst ekki nema í leyni. Og með því að tala um reynslu mína og spegla hana með einhverjum sem er tilbúinn að taka við henni get ég losnað úr viðjum hennar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira