Alþjóðlegt samstarf mikilvægt 9. desember 2017 13:00 Guðrún segir gaman að ræða starf íslenskrar kvennahreyfingar erlendis. MYND/ANTON BRINK Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur starfað hjá samtökunum í átján ár. Á þeim tíma hefur hún og samstarfsfólk hennar ferðast til meira en 80 borga víða um heim. Guðrún segir að Stígamót séu í mjög góðu samstarfi við alþjóðasamtök. „Þessi samvinna er líklega mun meiri en margur hyggur,“ segir hún. „Okkur hefur verið boðið að taka þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum og ráðstefnum og við höfum fengið tækifæri til að kynna starfsemi Stígamóta. Venjulega eru þessar ferðir greiddar af gestgjöfum sem er ánægjulegt þar sem Stígamót hafa ekki bolmagn til að greiða slíkar ferðir. Mér telst til að við höfum farið til meira en áttatíu borga víðsvegar um heiminn og sumar höfum við heimsótt oft. Við eigum fulltrúa í norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum og tökum þátt eftir bestu getu,“ útskýrir Guðrún og ítrekar að alþjóðlegt samstarf skipti miklu máli fyrir Stígamót. „Það er gaman að segja frá starfi íslenskrar kvennahreyfingar á erlendri grundu, ekki síst vegna þess að svo virðist sem íslenskar konur séu róttækari og noti óvenjulegri baráttuaðferðir en þekkist erlendis. Konur víða um heim súpa hveljur yfir því sem við getum gert en væri óhugsandi í þeirra löndum. Þar má nefna verkefnið okkar Stóru systur, þar sem konur settu inn vændisauglýsingar til að finna vændiskaupendur. Eða þegar við stofnuðum kampavínsklúbb til að benda á hvað væri í raun að gerast innandyra á slíkum stöðum. Við seldum tíu mínútna aðgang að konum fyrir 20 þúsund krónur. Þetta mál vakti athygli í fjölmiðlum, fékk mikla umfjöllun og umræðu. Með þessu náðum við eyrum fólks og stuttu síðar var þessum klúbbum lokað,“ greinir Guðrún frá og bendir á að lögreglan hefði fengið aukið fé til frekari rannsókna á þessu máli eftir að Stígamót bentu á það sem var að gerast. „Þeim þótti líka mjög áhugavert þegar við framleiddum karlanærbuxur með áletruninni „Ég tek ábyrgð“. Nú hafa svona nærbuxur verið framleiddar víða,“ segir Guðrún og bætir við að slíkar nærbuxur ættu allir karlar að eiga. „Oft höfum við kynnst stórmerkilegum konum sem við höfum svo boðið heim til þess að fleiri fái að njóta visku þeirra. Í hvert sinn sem við förum utan söfnum við nýrri þekkingu og reynslu sem vonandi endurspeglast í starfi okkar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur starfað hjá samtökunum í átján ár. Á þeim tíma hefur hún og samstarfsfólk hennar ferðast til meira en 80 borga víða um heim. Guðrún segir að Stígamót séu í mjög góðu samstarfi við alþjóðasamtök. „Þessi samvinna er líklega mun meiri en margur hyggur,“ segir hún. „Okkur hefur verið boðið að taka þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum og ráðstefnum og við höfum fengið tækifæri til að kynna starfsemi Stígamóta. Venjulega eru þessar ferðir greiddar af gestgjöfum sem er ánægjulegt þar sem Stígamót hafa ekki bolmagn til að greiða slíkar ferðir. Mér telst til að við höfum farið til meira en áttatíu borga víðsvegar um heiminn og sumar höfum við heimsótt oft. Við eigum fulltrúa í norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum og tökum þátt eftir bestu getu,“ útskýrir Guðrún og ítrekar að alþjóðlegt samstarf skipti miklu máli fyrir Stígamót. „Það er gaman að segja frá starfi íslenskrar kvennahreyfingar á erlendri grundu, ekki síst vegna þess að svo virðist sem íslenskar konur séu róttækari og noti óvenjulegri baráttuaðferðir en þekkist erlendis. Konur víða um heim súpa hveljur yfir því sem við getum gert en væri óhugsandi í þeirra löndum. Þar má nefna verkefnið okkar Stóru systur, þar sem konur settu inn vændisauglýsingar til að finna vændiskaupendur. Eða þegar við stofnuðum kampavínsklúbb til að benda á hvað væri í raun að gerast innandyra á slíkum stöðum. Við seldum tíu mínútna aðgang að konum fyrir 20 þúsund krónur. Þetta mál vakti athygli í fjölmiðlum, fékk mikla umfjöllun og umræðu. Með þessu náðum við eyrum fólks og stuttu síðar var þessum klúbbum lokað,“ greinir Guðrún frá og bendir á að lögreglan hefði fengið aukið fé til frekari rannsókna á þessu máli eftir að Stígamót bentu á það sem var að gerast. „Þeim þótti líka mjög áhugavert þegar við framleiddum karlanærbuxur með áletruninni „Ég tek ábyrgð“. Nú hafa svona nærbuxur verið framleiddar víða,“ segir Guðrún og bætir við að slíkar nærbuxur ættu allir karlar að eiga. „Oft höfum við kynnst stórmerkilegum konum sem við höfum svo boðið heim til þess að fleiri fái að njóta visku þeirra. Í hvert sinn sem við förum utan söfnum við nýrri þekkingu og reynslu sem vonandi endurspeglast í starfi okkar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Sjá meira