Sjómennskan er ekkert grín hjá Chanel Ritstjórn skrifar 9. desember 2017 08:00 Glamour/Getty Karl Lagerfeld fór aftur á staðinn þar sem hann fæddist, Hamborg í Þýskalandi, fyrir vetrarlínu tískuhússins 2018. Flíkurnar voru margar hverjar mjög álitlegar, eins og prjónapeysan fyrir alla fjölskylduna, úr skoskri kasmírull. Sýningin fór fram í nýrri byggingu hönnunarteymisins Herzog DeMeuron, með útsýni yfir höfnina. Innblásturinn frá höfninni og sjómennsku mátti svo greina í sýningunni í smáatriðum eins og kaskeitum, bróderuðum akkerum og gámatöskum.Hér er brot af því besta sem okkur fannst standa upp úr frá Chanel Gámatöskur Töskurnar sem voru áberandi á sýningunni litu út eins og vöruflutningsgámar, að sjálfsögðu með stóru Chanel merki.Mary Poppins - skórKvenlegir hælaskór með reimum, skreyttir með perlum og mjórri tá.Gróf prjónapeysa Dökkblá prjónapeysa sem mátti sjá í ýmsum útgáfum á pallinum og fyrir konur, karla og börn. Minnti óneitanlega á duggarapeysuna frá Ellingsen. Hinn sjö ára Hudson Kroenig, guðsonur Karl Lagerfeld, stal eins og venjulega senunni.Útvíðar og stuttar buxur Er þetta snið komið til að vera? Karl bauð upp á þessar útvíðu og stuttu buxur í ull, gallaefni og glansandi efni.Fléttur og svarta slaufurEr jólagreiðslan komin? Snillingurinn Sam McKnight sá um hárið á fyrisætunum. Fastar fiskifléttur og síðir svartir silkiborðar sem komu mjög vel út.STELUM STÍLNUM Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Brot af því besta frá New York Glamour
Karl Lagerfeld fór aftur á staðinn þar sem hann fæddist, Hamborg í Þýskalandi, fyrir vetrarlínu tískuhússins 2018. Flíkurnar voru margar hverjar mjög álitlegar, eins og prjónapeysan fyrir alla fjölskylduna, úr skoskri kasmírull. Sýningin fór fram í nýrri byggingu hönnunarteymisins Herzog DeMeuron, með útsýni yfir höfnina. Innblásturinn frá höfninni og sjómennsku mátti svo greina í sýningunni í smáatriðum eins og kaskeitum, bróderuðum akkerum og gámatöskum.Hér er brot af því besta sem okkur fannst standa upp úr frá Chanel Gámatöskur Töskurnar sem voru áberandi á sýningunni litu út eins og vöruflutningsgámar, að sjálfsögðu með stóru Chanel merki.Mary Poppins - skórKvenlegir hælaskór með reimum, skreyttir með perlum og mjórri tá.Gróf prjónapeysa Dökkblá prjónapeysa sem mátti sjá í ýmsum útgáfum á pallinum og fyrir konur, karla og börn. Minnti óneitanlega á duggarapeysuna frá Ellingsen. Hinn sjö ára Hudson Kroenig, guðsonur Karl Lagerfeld, stal eins og venjulega senunni.Útvíðar og stuttar buxur Er þetta snið komið til að vera? Karl bauð upp á þessar útvíðu og stuttu buxur í ull, gallaefni og glansandi efni.Fléttur og svarta slaufurEr jólagreiðslan komin? Snillingurinn Sam McKnight sá um hárið á fyrisætunum. Fastar fiskifléttur og síðir svartir silkiborðar sem komu mjög vel út.STELUM STÍLNUM
Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Brot af því besta frá New York Glamour