Messi: Ísland er sýnd veiði en ekki gefin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2017 16:34 Lionel Messi mun mæta strákunum okkar í Rússlandi á næsta ári. Vísir/Getty Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Sjá meira