Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2017 22:00 Það var gaman hjá leikmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira