Álitsgjafar Vísis: Gjammandi lið og símafíklar óboðnir gestir í bíósalnum Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2017 14:45 Vísir ákvað að fá nokkra "bíófíkla“ til að velja helstu kosti og galla við að fara í bíó á Íslandi. Vísir/Getty Tillitsleysi bíógesta í kvikmyndahúsum er helsti ókostur bíóferða að mati álitsgjafa Vísis. Að geta deilt góðri kvikmyndaupplifun í einum af mörgum frábærum kvikmyndasölum sem eru hér á landi er hins vegar helsti kosturinn að mati þeirra. Vísir ákvað að fá nokkra „bíófíkla“ til að velja helstu kosti og galla við að fara í bíó á Íslandi. Það sem bar helst á góma þegar kom að göllunum var, eins og einn álitsgjafinn orðaði það, „gjammsiðferði Íslendinga“ sem virðast ekki kunna óskrifuðu bíóreglurnar. Þar er ekki átt við hlátur eða hræðsluóp sem er eðlilegur fylgifiskur þess að horfa á kvikmyndir sem hreyfa við fólki. Er verið að tala um tillitslausa bíógesti sem skvaldra á meðan sýningu stendur, skoða símann sinn ítrekað, sparka í sætisbök, láta skrjáfa óhóflega mikið í popppokum og nammibréfum og eru ekki mikið að velta fyrir sér hvort þeir séu að skemma upplifun annarra í bíósal sem rúma hundruð gesta í sæti. Þó er um ræða viðkvæmt samband því það er líka mat margra af álitsgjöfum Vísis að góður salur geti skipt sköpum þegar kemur að bíóupplifun. Fátt jafnist á við að upplifa hláturgusur með hópi fólks á góðri gamanmynd og þá geti hrollvekjur orðið mun hræðilegri samhliða angistarópum gesta. Á meðal fleiri kosta sem nefndir voru má nefna frábært úrval af topp bíósölum hér á landi og hvernig bíópopp getur nánast eitt og sér réttlætt bíóferð. Þegar kom að göllunum var álitsgjöfum tíðrætt um blessuð hléin, sem gera lítið annað en að skemma upplifun þeirra, og verðlagningin í bíóunum.Hér fyrir neðan verður talið upp það helsta sem kom fram í máli álitsgjafa Vísis.Kostir:Samneyslan: „Eins undarlegt og það er að það sé félagsathöfn að fara eitthvert til að þegja saman í tvo tíma plús þá er það eins og með tónleika og leikhús að fara í bíó, það gerir það svo skemmtilegt að deila upplifuninni með einhverjum. svo framarlega sem viðkomandi kann hinar óskrifuðu bíóreglur.“ „Stundum getur rétta andrúmsloftið og stemningin gert ágæta eða frábæra mynd enn betri. Þetta á sérstaklega við um hrollvekjur og gamanmyndir. Upp í hugann koma minningar af því að sjá t.d. Borat eða The Descent í fyrsta sinn í bíósal. Viðbrögðin voru ógleymanleg og þegar salurinn er í „synci“ gerast ákveðnir töfrar. Og bíóið snýst um töfra.“ „Hitta á rétta salinn eða sýninguna þar sem allir eru jafn spenntir fyrir kvikmyndinni og þú. Hvort sem þú ert heppinn með sal eða ferð á forsýningu þar sem allir eru með mjög svipaðan bíósmekk. Þannig að fara á forsýningar hjá Nexus eða Bíóvefnum getur gert það að verkum að salurinn gerir kvikmyndina skemmtilegri fyrir mann þar sem stemmingin er út úr kortinu.“Gott úrval af frábærum bíósölum:„Vegna samkeppninnar og hversu mikil bíóþjóð ísland eru bíóhúsin alltaf að uppfæra salina sem gerir þægindin alltaf betri og betri. Í flestum bíóhúsum eru hálfgerðir lazyboy stólar og orðið meira rými á milli sætanna þannig það er ekki jafn troðið og var hér áður fyrr. Við erum orðin svo vön þessum þægindum að við erum til í að fara í bíó sem er lengra frá okkur til að fá þessi þægindi, sem er til dæmis ástæðan fyrir því að ég fer ekki lengur í Sambíó Álfabakka. Auk þægindanna hafa nokkur bíóhús loksins uppfært hljóðkerfin sín og eru komin Dolby Atmos, loksins.“ „Á Íslandi eru nokkuð mörg kvikmyndahús sem hægt er að velja úr, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Gott er að geta valið úr mismunandi kvikmyndahúsum eftir staðsetningu og gæðum.“„Auðvitað verða alltaf til myndir sem njóta sín vel og mögulega best heima í sófa eða (hjálpi okkur) á símaskjám, en að upplifa kraftmikla kvikmynd eða þrususkemmtilega afþreyingu á hvíta tjaldinu er ómetanlegt. Það að vera heltekinn af góðri bíóhúsastemningu, með tilheyrandi „trailer-sýningu” á undan og vonandi traustri ræmu, er allt partur af pakkanum. Það sakar ekki heldur að flottustu kvikmyndasalir landsins bjóða upp á mynd- og hljóðgæði í toppflokki. Erfitt að kvarta.“ „Lúxussalir - maður er aldrei eins mikill nautnagrís og þegar maður sekkur djúpt í dúnmjúkan lazy boy stólinn, setur fótskemilinn út og raðar í sig poppi og kóki. Þá er ég sko alsæl.“ „Upplifunin af þeirri tækni sem kvikmyndahúsinu bjóða upp á - það er hljóð og myndgæði - geggjað.“Bíópoppið og nammið:„Bíópoppið er út af fyrir sig góð ástæða til að skella sér í bíó, snilld að geta saltað eftir á og skammtastærðir víðast hvar til fyrirmyndar.“ „Popp og kók… það er eitthvað allt annað bragð við það í bíói en annars staðar.“ „Ostapopp er náttúrulega alveg geggjað.“ „Ef vel tekst til hjá kvikmyndahúsum er þar besta fáanlega popp landsins. Þau sem eru með allt niðrum sig í poppmálum þurfa að hugsa sinn gang.“ „Lakkrísreimar. Liðurinn þarfnast ekki skýringa.“ „Hockey Pulver á popp. Besta íslenska uppfinningin sem er í rauninni ekki íslenskari en kokteilsósa.“Afdrep frá amstri dagsins:„Að gleyma sér í góðri mynd, svara ekki í síma, skoða ekki samfélagsmiðla, taka ekki eftir fólkinu í kringum þig. Sökkva inn í atburðarás sem gerir þér kleift að tapa stað og stund.“ „Bíó getur virkað sem einskonar afdrep; flótti úr raunheimum og amstri hversdagsins.“ „Bíó er símalaust rými. Sem er gott fyrir alla, eins konar þerapía fyrir suma.“ „Í bíósal með stilltum áhorfendum geturðu sökkt þér í myndina betur en heima fyrir. Enginn sími eða tölva sem dregur athyglina frá myndinni og upplifunin verður þar af leiðandi betri.“ „Setjast inní myrkvaðan salinn - og fara í sagnaferð - án alls áreitis.“Hlé:„Hléið er geggjaður tími til að pissa í klósettið og kaupa sér aðra risastóra kók“ „Ég veit að hlé stríða gegn trúarbrögðum mínum en ég þarf að pissa.“Annað: „Bíó Paradís. Mikilvægasta menningarstofnun miðbæjarins. Sú var tíðin að maður þurfti að bíða eftir kvikmyndahátíðum til að sjá almennilegt arthouse sjitt. Sú var tíðin að maður þurfti að bíða eftir að Páll Óskar dró sýningarvélina sína úr kjallaranum sínum til að sjá almennilegt költ.“ „Íslenskar frumsýningar í stóra salnum í Háskólabíó. Það er bara svo næs að sitja í þessari risavöxnu harmonikku. Extra gaman þegar íslenska myndin er góð.“ „Nexus Forsýningar. Guð blessi Gísla í Nexus. Nú þegar nördakúltúr er orðinn mainstream er orðið erfiðara fyrir okkur OGs (Original Geeks) að ná að sjá ofurhetjurnar okkar og bleidrönnerana okkar fyrstu sýningarhelgina án þess að verða undir troðningi. Þökk sé Gísla getum við nú séð Díönu af Þemyskíru lemja Ares á undan öllum hinum. Og ef maður vill getur maður mætt í búningi án þess að vera lagður í einelti.“ „Bíó Paradís fær sérstakt „shoutout“ fyrir að skera sig úr flórunni með skemmtilega öðruvísi úrval af áhugaverðum kvikmyndum ásamt því að bjóða upp á singalong sýningar sem allir verða að gera sér ferð á. Síðast en ekki síst selur Bíó Paradís áfengi sem er gífurlega mikill kostur.“Gallar:Tillitslausir gestir: „Fólk sem slekkur ekki á símum. Ég skal fyrirgefa þér ef þú slekkur. En ef þú svarar ertu dauðari fyrir mér en ferillinn hans Kevin Spacey.“ „Vandinn er oft sá að fólk kann ekki að hegða sér í bíósal. Tillitsleysi er klassískt vandamál, hvort sem það er hópurinn sem hættir ekki að kjafta, einhver sem stöðugt sparkar í sætið þitt eða símar blikkandi úr öllum áttum. Það er ekkert töff við það að skemma upplifun annarra.“„Þegar þú ferð í bíó tekurðu áhættuna að sitja í sal og jafnvel nálægt einstaklingum sem kunna sig ekki í bíósal. Þá erum við að tala um þá sem tala yfir myndina, sparka reglulega í sætisbakið og þeir sem geta ekki sleppt því að kíkja á símann reglulega yfir myndina, þess vegna til að eiga í hrókasamskiptum á messenger eða senda flottar myndir af bíómyndinni á Snapchat.“ „Ótillitsamir sessunautar geta verið óþolandi. Skrjáfur í pokum langt fram eftir mynd geta farið í taugarnar á mér, viðurkenni það.“ „Fólk sem mætir íronískt á amerískar action myndir og hlær á vitlausum stöðum. Já, I get it, þú veist hvað klisja er. Hey sum okkar fílum klisjur og við borguðum til að sjá Dwayne Johnson fremja þær án þess að hlusta á kaldhæðna heimspekinema flissa.“ „Fólk sem kann ekki að haga sér í bíó. þar er ekki átt við hlátur eða hræðsluóp heldur skvaldrara, fólk sem meðhöndlar símana sína með einhverjum hætti og þá sem fylgjast ekki með og þurfa að spyrja sessunauta sína út í framvinduna. Ég mun kjósa þann flokk sem lofar bíólöggum til að passa upp á þennan lið.“„Gjammsiðferði Íslendinga - sumir (mjög margir) virðast ekki átta sig á því að þeir eru ekki einir í salnum og að það er ógeðslega dónalegt að vera eitthvað að gjamma saman á meðan aðrir eru að reyna að horfa á aðra mynd. Verð mjög örg yfir þessu - ákveðinn siðferðisbrestur að mínu mati.“ „Ertu það háður símanum þínum að þú getur ekki verið án hans í kannski einn og hálfan klukkutíma áður en hlé byrjar. Þarf manneskjan alltaf að vona að þú svarir annars heldur hún að þér hafi verið rænt eða verra? Þetta er eitt það versta sem fólk getur, glampinn af símanum lýsist yfir allan salinn og maður tekur auðveldlega eftir honum. Maður hefur lent í öllu: fólk að snappa, fólk að plana djammið sitt, tala á messenger, vertu frekar heima hjá þér ef það er svona erfitt fyrir þig að vera ekki með símann á almannafæri.“ „Annað fólk í salnum sem kann ekki að vera í bíó - sem er með símann á lofti, skrjáfar í pokunum sínum eða er jafnvel að tala við sessunautinn sinn… óþolandi.“ „Fólk (aðallega karlmenn) sem þurfa endilega að láta salinn vita að þeir eru sko ekki hræddir og þeir viti alveg að þetta er alvöru. „Ehhh glætan að þetta gæti gerst.“ Þegiðu og vertu hræddur í hljóði eins og við hin. Ef þú meikar ekki mannætutrúða farðu á Fast&Furious sautján.“„Íslendingar eru alltaf að sjúga upp í nefið og hósta.“ „Eitt það versta við að fara á sýningar klukkan 20:00 er að lenda í gelgjuhóp sem talar og hlær alla myndina og maður heyrir ekki neitt. Þessir hópar eru alveg sama þótt að þau séu að trufla myndina og eru bara að hugsa um sjálfan sig. Hver er tilgangurinn hjá þeim? Borga 1500 krónur inn á kvikmynd síðan bara til þess að spjalla,skil ekki alveg þennan hugsunarhátt. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er byrjaður að fara eiginlega bara á 22:00 sýningar.“ „Óstundvísir gestir geta haft áhrif á mann og truflað upplifunina. Kannski er það þess vegna sem bíóin byrja svona seint?“Hlé:„Hlé er eitt það íslenska sem til er. Hugsaðu þér að þú ert að horfa á spennuþrungið atriði og allt í einu stoppar kvikmyndin, öll ljós kvikna og FM957 tónlist byrjar að spilast, þetta er eitt það sem drepur algjörlega stemminguna hjá manni. Ísland er eitt af fáu löndum eftir með hlé og ég vona í framtíðinni að bíóhúsin muni bjóða upp á hlé og hlélausar sýningar.“ „Hléið er alveg óþolandi, brýtur upp myndina og lengir bíóferðina óþarflega mikið.“ „Stórkostlega undarleg hefð sem hefur víðast hvar verið aflögð ef hún yfir höfuð tíðkaðist annars staðar en hér. að rífa í sundur myndir, oftast nær þegar þær fara að ná flugi eftir inngang og persónukynningar, er glæpur. sjoppusalan er ekki afsökun. verður að útrýma. án tafar.“ „Að sökkva inn í góða bíómynd er dásamleg upplifun. Ég tilheyri þeim minnihluta (virðist vera) sem kann betur við það að horfa á myndir hlélausar. Hlé geta verið ákaflega frústrerandi. Afnám þeirra myndi vissulega þýða miklu hærra miðaverð. En hvað með að fara millileiðina og bjóða upp á sérmerktar sýningar án hlés?“„Hlé. Hey! Ég var að horfa á þetta! Ýttu aftur á play!“ „Hlé er helsti gallinn við bíó hérlendis, eyðileggur oftar en ekki flæði myndarinnar. Það má kannski réttlæta eitt stutt hlé ef myndin er í kringum 3 tíma, samt bara kannski.“ „Hlé - kippir manni úr ferðalaginu inn í hversdagsleikann.. .óþolandi“ „Talandi um hlé! Þá eru þau eitt það leiðinlegasta við að fara í bíó af einni einfaldri ástæðu! Hún rífur myndina í tvennt! Sérstaklega þegar sýningarstjórarnir klippa á ömurlegum tíma eins og í miðri setningu, í brjáluðum hasar eða sekúndu eftir að mikilvægar upplýsingar voru að berast.“Hátt verð„Maður er byrjaður að velja miklu meira hvaða kvikmyndir maður er tilbúinn að borga sig inn á þar sem verðin hafa hækkað með hverju árinu í bíó. Maður man eftir því að borga 800 krónur í bíó þegar maður var ungur á meðan bíómiðinn í dag er að kosta þig um 1500 krónurnar. Aftur á móti er verðin svona há líka í bandaríkjunum en þetta er samt orðið dálítið dýrt.“ „Aðallega gosið og nammið samt. Alltaf smá skellur þegar maður þarf að rífa fram kortið.“„Bíóhúsin á Íslandi virðast hafa það markmið að klípa hverja einustu krónu af viðskiptavinunum. Ef myndin er sýnd í þrívídd þá er hún dýrari, ef hún er í max sal þá er hún dýrari, ef myndin er íslensk þá er hún dýrari. Svo ekki sé minnst á hléin sem eru séríslensk fyrirbæri, fundin upp til að selja meira popp og kók á himinháu verði. Viltu spara og biðja bara um vatn? Sumstaðar borgarðu fyrir vatnið en ert svo beðinn um að sækja það sjálfur í krana annars staðar. „Nammi í bíó er dýrt, en það á ekki eingöngu við um Ísland.“ „Fyrir utan það að eyða 1500 krónum í bíómiðann þá þarf maður að punga út öðrum 1000 krónum í nammi þar sem álagningin hjá bíóhúsunum er líklega 300%. Kaupa vatnsþynnt Coca-Cola er að kosta mann 350 krónur fyrir miðstærð meðan að kaupa hálfs lítra gos útí Krónu er að kosta mann 140 krónur.“Rusl „Draslið á gólfinu. Hver ákvað eiginlega að aðeins og eingöngu í þessum aðstæðum sé það samfélagslega ásættanlegt að henda rusli, sem er oftast nær mjög erfitt að þrífa, eins og popp og gosklístur, á gólfið?“ „Það er svo mikið rusl í bíó - og þeir bjóða enn ekki uppá það að flokka plast frá bréfi… á hvaða ári lifa þau? Óþolandi!“Veitingar sem vantar:„Ekkert áfengi til sölu, það væri algjör draumur að geta fengið sér rauðvínsdreitil í bíó.“ „Mikill skortur á heilsusamlegum kosti í sjoppunni, væri ágætt að geta japlað á spergilkálshaus yfir góðri ræmu.“ „Veitingarnar sem er boðið upp á er yfirverðlagt drasl og það er eiginlega aldrei bjór til að sósa sig í gang með.“ „Að það sé bara hægt að kaupa nammi. Stundum væri ég til dæmis alveg alsæl með að geta keypt mér kannski ost og rauðvín. Eða ólífur eða bara eitthvað annað en aldrað hlaup.“ „Að nachosið sé svona vont. Ég held alltaf að það sé að fara að vera gott en svo er það alltaf bara frekar vont. Mætti tjalda örlítið meira til og gera aðeins betur.“ „Ekkert kók. flest bíóhúsin bjóða ekki upp á kók. sem er skandall. Hvernig dettur einhverjum í hug að framreiða besta poppið og hafa með því eitthvað annað en kók? Reyndar er gos úr bíóvélum almennt vatnsblandað sull svo ef til vill myndi það breyta litlu.“Annað:„Glös með plastloki og röri, algjör óþarfi!“ „Tímasetningar, bíósýningar kl. 21:00 mættu vera algengari.“ „Auglýsingar á undan myndinni – óþolandi“ „Senur í myndum eftir kreditlista. Allir standa upp, meika samt ekki alveg að fara ef það skyldi eitthvað meira vera eftir af myndinni, það myndast troðningur í tröppunum og oftast eru þessar klippur hvorki fyndnar, skemmtilegar né spennandi.“ „Öll bíó eru einhvers staðar lengst út í rassgati.“Álitsgjafar Vísis eru Fanney Birna Jónsdóttir þáttastjórnandi, Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi, Tómas Valgeirsson kvikmyndagagnrýnandi, Sigga Clausen penni á Bíóvefnum, Birgir Snær Hjaltason penni á Bíóvefnum, Hugleikur Dagsson rithöfundur og uppistandari, Gyða Lóa Ólafsdóttir verkefnastjóri og press manager Sónar Reykjavík, Stefán Þór Hjartarson blaðamaður, Rakel Garðarsdóttir forsvarsmaður samtakanna Vakandi og Rósa María Árnadóttir blaðamaður. Neytendur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tillitsleysi bíógesta í kvikmyndahúsum er helsti ókostur bíóferða að mati álitsgjafa Vísis. Að geta deilt góðri kvikmyndaupplifun í einum af mörgum frábærum kvikmyndasölum sem eru hér á landi er hins vegar helsti kosturinn að mati þeirra. Vísir ákvað að fá nokkra „bíófíkla“ til að velja helstu kosti og galla við að fara í bíó á Íslandi. Það sem bar helst á góma þegar kom að göllunum var, eins og einn álitsgjafinn orðaði það, „gjammsiðferði Íslendinga“ sem virðast ekki kunna óskrifuðu bíóreglurnar. Þar er ekki átt við hlátur eða hræðsluóp sem er eðlilegur fylgifiskur þess að horfa á kvikmyndir sem hreyfa við fólki. Er verið að tala um tillitslausa bíógesti sem skvaldra á meðan sýningu stendur, skoða símann sinn ítrekað, sparka í sætisbök, láta skrjáfa óhóflega mikið í popppokum og nammibréfum og eru ekki mikið að velta fyrir sér hvort þeir séu að skemma upplifun annarra í bíósal sem rúma hundruð gesta í sæti. Þó er um ræða viðkvæmt samband því það er líka mat margra af álitsgjöfum Vísis að góður salur geti skipt sköpum þegar kemur að bíóupplifun. Fátt jafnist á við að upplifa hláturgusur með hópi fólks á góðri gamanmynd og þá geti hrollvekjur orðið mun hræðilegri samhliða angistarópum gesta. Á meðal fleiri kosta sem nefndir voru má nefna frábært úrval af topp bíósölum hér á landi og hvernig bíópopp getur nánast eitt og sér réttlætt bíóferð. Þegar kom að göllunum var álitsgjöfum tíðrætt um blessuð hléin, sem gera lítið annað en að skemma upplifun þeirra, og verðlagningin í bíóunum.Hér fyrir neðan verður talið upp það helsta sem kom fram í máli álitsgjafa Vísis.Kostir:Samneyslan: „Eins undarlegt og það er að það sé félagsathöfn að fara eitthvert til að þegja saman í tvo tíma plús þá er það eins og með tónleika og leikhús að fara í bíó, það gerir það svo skemmtilegt að deila upplifuninni með einhverjum. svo framarlega sem viðkomandi kann hinar óskrifuðu bíóreglur.“ „Stundum getur rétta andrúmsloftið og stemningin gert ágæta eða frábæra mynd enn betri. Þetta á sérstaklega við um hrollvekjur og gamanmyndir. Upp í hugann koma minningar af því að sjá t.d. Borat eða The Descent í fyrsta sinn í bíósal. Viðbrögðin voru ógleymanleg og þegar salurinn er í „synci“ gerast ákveðnir töfrar. Og bíóið snýst um töfra.“ „Hitta á rétta salinn eða sýninguna þar sem allir eru jafn spenntir fyrir kvikmyndinni og þú. Hvort sem þú ert heppinn með sal eða ferð á forsýningu þar sem allir eru með mjög svipaðan bíósmekk. Þannig að fara á forsýningar hjá Nexus eða Bíóvefnum getur gert það að verkum að salurinn gerir kvikmyndina skemmtilegri fyrir mann þar sem stemmingin er út úr kortinu.“Gott úrval af frábærum bíósölum:„Vegna samkeppninnar og hversu mikil bíóþjóð ísland eru bíóhúsin alltaf að uppfæra salina sem gerir þægindin alltaf betri og betri. Í flestum bíóhúsum eru hálfgerðir lazyboy stólar og orðið meira rými á milli sætanna þannig það er ekki jafn troðið og var hér áður fyrr. Við erum orðin svo vön þessum þægindum að við erum til í að fara í bíó sem er lengra frá okkur til að fá þessi þægindi, sem er til dæmis ástæðan fyrir því að ég fer ekki lengur í Sambíó Álfabakka. Auk þægindanna hafa nokkur bíóhús loksins uppfært hljóðkerfin sín og eru komin Dolby Atmos, loksins.“ „Á Íslandi eru nokkuð mörg kvikmyndahús sem hægt er að velja úr, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Gott er að geta valið úr mismunandi kvikmyndahúsum eftir staðsetningu og gæðum.“„Auðvitað verða alltaf til myndir sem njóta sín vel og mögulega best heima í sófa eða (hjálpi okkur) á símaskjám, en að upplifa kraftmikla kvikmynd eða þrususkemmtilega afþreyingu á hvíta tjaldinu er ómetanlegt. Það að vera heltekinn af góðri bíóhúsastemningu, með tilheyrandi „trailer-sýningu” á undan og vonandi traustri ræmu, er allt partur af pakkanum. Það sakar ekki heldur að flottustu kvikmyndasalir landsins bjóða upp á mynd- og hljóðgæði í toppflokki. Erfitt að kvarta.“ „Lúxussalir - maður er aldrei eins mikill nautnagrís og þegar maður sekkur djúpt í dúnmjúkan lazy boy stólinn, setur fótskemilinn út og raðar í sig poppi og kóki. Þá er ég sko alsæl.“ „Upplifunin af þeirri tækni sem kvikmyndahúsinu bjóða upp á - það er hljóð og myndgæði - geggjað.“Bíópoppið og nammið:„Bíópoppið er út af fyrir sig góð ástæða til að skella sér í bíó, snilld að geta saltað eftir á og skammtastærðir víðast hvar til fyrirmyndar.“ „Popp og kók… það er eitthvað allt annað bragð við það í bíói en annars staðar.“ „Ostapopp er náttúrulega alveg geggjað.“ „Ef vel tekst til hjá kvikmyndahúsum er þar besta fáanlega popp landsins. Þau sem eru með allt niðrum sig í poppmálum þurfa að hugsa sinn gang.“ „Lakkrísreimar. Liðurinn þarfnast ekki skýringa.“ „Hockey Pulver á popp. Besta íslenska uppfinningin sem er í rauninni ekki íslenskari en kokteilsósa.“Afdrep frá amstri dagsins:„Að gleyma sér í góðri mynd, svara ekki í síma, skoða ekki samfélagsmiðla, taka ekki eftir fólkinu í kringum þig. Sökkva inn í atburðarás sem gerir þér kleift að tapa stað og stund.“ „Bíó getur virkað sem einskonar afdrep; flótti úr raunheimum og amstri hversdagsins.“ „Bíó er símalaust rými. Sem er gott fyrir alla, eins konar þerapía fyrir suma.“ „Í bíósal með stilltum áhorfendum geturðu sökkt þér í myndina betur en heima fyrir. Enginn sími eða tölva sem dregur athyglina frá myndinni og upplifunin verður þar af leiðandi betri.“ „Setjast inní myrkvaðan salinn - og fara í sagnaferð - án alls áreitis.“Hlé:„Hléið er geggjaður tími til að pissa í klósettið og kaupa sér aðra risastóra kók“ „Ég veit að hlé stríða gegn trúarbrögðum mínum en ég þarf að pissa.“Annað: „Bíó Paradís. Mikilvægasta menningarstofnun miðbæjarins. Sú var tíðin að maður þurfti að bíða eftir kvikmyndahátíðum til að sjá almennilegt arthouse sjitt. Sú var tíðin að maður þurfti að bíða eftir að Páll Óskar dró sýningarvélina sína úr kjallaranum sínum til að sjá almennilegt költ.“ „Íslenskar frumsýningar í stóra salnum í Háskólabíó. Það er bara svo næs að sitja í þessari risavöxnu harmonikku. Extra gaman þegar íslenska myndin er góð.“ „Nexus Forsýningar. Guð blessi Gísla í Nexus. Nú þegar nördakúltúr er orðinn mainstream er orðið erfiðara fyrir okkur OGs (Original Geeks) að ná að sjá ofurhetjurnar okkar og bleidrönnerana okkar fyrstu sýningarhelgina án þess að verða undir troðningi. Þökk sé Gísla getum við nú séð Díönu af Þemyskíru lemja Ares á undan öllum hinum. Og ef maður vill getur maður mætt í búningi án þess að vera lagður í einelti.“ „Bíó Paradís fær sérstakt „shoutout“ fyrir að skera sig úr flórunni með skemmtilega öðruvísi úrval af áhugaverðum kvikmyndum ásamt því að bjóða upp á singalong sýningar sem allir verða að gera sér ferð á. Síðast en ekki síst selur Bíó Paradís áfengi sem er gífurlega mikill kostur.“Gallar:Tillitslausir gestir: „Fólk sem slekkur ekki á símum. Ég skal fyrirgefa þér ef þú slekkur. En ef þú svarar ertu dauðari fyrir mér en ferillinn hans Kevin Spacey.“ „Vandinn er oft sá að fólk kann ekki að hegða sér í bíósal. Tillitsleysi er klassískt vandamál, hvort sem það er hópurinn sem hættir ekki að kjafta, einhver sem stöðugt sparkar í sætið þitt eða símar blikkandi úr öllum áttum. Það er ekkert töff við það að skemma upplifun annarra.“„Þegar þú ferð í bíó tekurðu áhættuna að sitja í sal og jafnvel nálægt einstaklingum sem kunna sig ekki í bíósal. Þá erum við að tala um þá sem tala yfir myndina, sparka reglulega í sætisbakið og þeir sem geta ekki sleppt því að kíkja á símann reglulega yfir myndina, þess vegna til að eiga í hrókasamskiptum á messenger eða senda flottar myndir af bíómyndinni á Snapchat.“ „Ótillitsamir sessunautar geta verið óþolandi. Skrjáfur í pokum langt fram eftir mynd geta farið í taugarnar á mér, viðurkenni það.“ „Fólk sem mætir íronískt á amerískar action myndir og hlær á vitlausum stöðum. Já, I get it, þú veist hvað klisja er. Hey sum okkar fílum klisjur og við borguðum til að sjá Dwayne Johnson fremja þær án þess að hlusta á kaldhæðna heimspekinema flissa.“ „Fólk sem kann ekki að haga sér í bíó. þar er ekki átt við hlátur eða hræðsluóp heldur skvaldrara, fólk sem meðhöndlar símana sína með einhverjum hætti og þá sem fylgjast ekki með og þurfa að spyrja sessunauta sína út í framvinduna. Ég mun kjósa þann flokk sem lofar bíólöggum til að passa upp á þennan lið.“„Gjammsiðferði Íslendinga - sumir (mjög margir) virðast ekki átta sig á því að þeir eru ekki einir í salnum og að það er ógeðslega dónalegt að vera eitthvað að gjamma saman á meðan aðrir eru að reyna að horfa á aðra mynd. Verð mjög örg yfir þessu - ákveðinn siðferðisbrestur að mínu mati.“ „Ertu það háður símanum þínum að þú getur ekki verið án hans í kannski einn og hálfan klukkutíma áður en hlé byrjar. Þarf manneskjan alltaf að vona að þú svarir annars heldur hún að þér hafi verið rænt eða verra? Þetta er eitt það versta sem fólk getur, glampinn af símanum lýsist yfir allan salinn og maður tekur auðveldlega eftir honum. Maður hefur lent í öllu: fólk að snappa, fólk að plana djammið sitt, tala á messenger, vertu frekar heima hjá þér ef það er svona erfitt fyrir þig að vera ekki með símann á almannafæri.“ „Annað fólk í salnum sem kann ekki að vera í bíó - sem er með símann á lofti, skrjáfar í pokunum sínum eða er jafnvel að tala við sessunautinn sinn… óþolandi.“ „Fólk (aðallega karlmenn) sem þurfa endilega að láta salinn vita að þeir eru sko ekki hræddir og þeir viti alveg að þetta er alvöru. „Ehhh glætan að þetta gæti gerst.“ Þegiðu og vertu hræddur í hljóði eins og við hin. Ef þú meikar ekki mannætutrúða farðu á Fast&Furious sautján.“„Íslendingar eru alltaf að sjúga upp í nefið og hósta.“ „Eitt það versta við að fara á sýningar klukkan 20:00 er að lenda í gelgjuhóp sem talar og hlær alla myndina og maður heyrir ekki neitt. Þessir hópar eru alveg sama þótt að þau séu að trufla myndina og eru bara að hugsa um sjálfan sig. Hver er tilgangurinn hjá þeim? Borga 1500 krónur inn á kvikmynd síðan bara til þess að spjalla,skil ekki alveg þennan hugsunarhátt. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er byrjaður að fara eiginlega bara á 22:00 sýningar.“ „Óstundvísir gestir geta haft áhrif á mann og truflað upplifunina. Kannski er það þess vegna sem bíóin byrja svona seint?“Hlé:„Hlé er eitt það íslenska sem til er. Hugsaðu þér að þú ert að horfa á spennuþrungið atriði og allt í einu stoppar kvikmyndin, öll ljós kvikna og FM957 tónlist byrjar að spilast, þetta er eitt það sem drepur algjörlega stemminguna hjá manni. Ísland er eitt af fáu löndum eftir með hlé og ég vona í framtíðinni að bíóhúsin muni bjóða upp á hlé og hlélausar sýningar.“ „Hléið er alveg óþolandi, brýtur upp myndina og lengir bíóferðina óþarflega mikið.“ „Stórkostlega undarleg hefð sem hefur víðast hvar verið aflögð ef hún yfir höfuð tíðkaðist annars staðar en hér. að rífa í sundur myndir, oftast nær þegar þær fara að ná flugi eftir inngang og persónukynningar, er glæpur. sjoppusalan er ekki afsökun. verður að útrýma. án tafar.“ „Að sökkva inn í góða bíómynd er dásamleg upplifun. Ég tilheyri þeim minnihluta (virðist vera) sem kann betur við það að horfa á myndir hlélausar. Hlé geta verið ákaflega frústrerandi. Afnám þeirra myndi vissulega þýða miklu hærra miðaverð. En hvað með að fara millileiðina og bjóða upp á sérmerktar sýningar án hlés?“„Hlé. Hey! Ég var að horfa á þetta! Ýttu aftur á play!“ „Hlé er helsti gallinn við bíó hérlendis, eyðileggur oftar en ekki flæði myndarinnar. Það má kannski réttlæta eitt stutt hlé ef myndin er í kringum 3 tíma, samt bara kannski.“ „Hlé - kippir manni úr ferðalaginu inn í hversdagsleikann.. .óþolandi“ „Talandi um hlé! Þá eru þau eitt það leiðinlegasta við að fara í bíó af einni einfaldri ástæðu! Hún rífur myndina í tvennt! Sérstaklega þegar sýningarstjórarnir klippa á ömurlegum tíma eins og í miðri setningu, í brjáluðum hasar eða sekúndu eftir að mikilvægar upplýsingar voru að berast.“Hátt verð„Maður er byrjaður að velja miklu meira hvaða kvikmyndir maður er tilbúinn að borga sig inn á þar sem verðin hafa hækkað með hverju árinu í bíó. Maður man eftir því að borga 800 krónur í bíó þegar maður var ungur á meðan bíómiðinn í dag er að kosta þig um 1500 krónurnar. Aftur á móti er verðin svona há líka í bandaríkjunum en þetta er samt orðið dálítið dýrt.“ „Aðallega gosið og nammið samt. Alltaf smá skellur þegar maður þarf að rífa fram kortið.“„Bíóhúsin á Íslandi virðast hafa það markmið að klípa hverja einustu krónu af viðskiptavinunum. Ef myndin er sýnd í þrívídd þá er hún dýrari, ef hún er í max sal þá er hún dýrari, ef myndin er íslensk þá er hún dýrari. Svo ekki sé minnst á hléin sem eru séríslensk fyrirbæri, fundin upp til að selja meira popp og kók á himinháu verði. Viltu spara og biðja bara um vatn? Sumstaðar borgarðu fyrir vatnið en ert svo beðinn um að sækja það sjálfur í krana annars staðar. „Nammi í bíó er dýrt, en það á ekki eingöngu við um Ísland.“ „Fyrir utan það að eyða 1500 krónum í bíómiðann þá þarf maður að punga út öðrum 1000 krónum í nammi þar sem álagningin hjá bíóhúsunum er líklega 300%. Kaupa vatnsþynnt Coca-Cola er að kosta mann 350 krónur fyrir miðstærð meðan að kaupa hálfs lítra gos útí Krónu er að kosta mann 140 krónur.“Rusl „Draslið á gólfinu. Hver ákvað eiginlega að aðeins og eingöngu í þessum aðstæðum sé það samfélagslega ásættanlegt að henda rusli, sem er oftast nær mjög erfitt að þrífa, eins og popp og gosklístur, á gólfið?“ „Það er svo mikið rusl í bíó - og þeir bjóða enn ekki uppá það að flokka plast frá bréfi… á hvaða ári lifa þau? Óþolandi!“Veitingar sem vantar:„Ekkert áfengi til sölu, það væri algjör draumur að geta fengið sér rauðvínsdreitil í bíó.“ „Mikill skortur á heilsusamlegum kosti í sjoppunni, væri ágætt að geta japlað á spergilkálshaus yfir góðri ræmu.“ „Veitingarnar sem er boðið upp á er yfirverðlagt drasl og það er eiginlega aldrei bjór til að sósa sig í gang með.“ „Að það sé bara hægt að kaupa nammi. Stundum væri ég til dæmis alveg alsæl með að geta keypt mér kannski ost og rauðvín. Eða ólífur eða bara eitthvað annað en aldrað hlaup.“ „Að nachosið sé svona vont. Ég held alltaf að það sé að fara að vera gott en svo er það alltaf bara frekar vont. Mætti tjalda örlítið meira til og gera aðeins betur.“ „Ekkert kók. flest bíóhúsin bjóða ekki upp á kók. sem er skandall. Hvernig dettur einhverjum í hug að framreiða besta poppið og hafa með því eitthvað annað en kók? Reyndar er gos úr bíóvélum almennt vatnsblandað sull svo ef til vill myndi það breyta litlu.“Annað:„Glös með plastloki og röri, algjör óþarfi!“ „Tímasetningar, bíósýningar kl. 21:00 mættu vera algengari.“ „Auglýsingar á undan myndinni – óþolandi“ „Senur í myndum eftir kreditlista. Allir standa upp, meika samt ekki alveg að fara ef það skyldi eitthvað meira vera eftir af myndinni, það myndast troðningur í tröppunum og oftast eru þessar klippur hvorki fyndnar, skemmtilegar né spennandi.“ „Öll bíó eru einhvers staðar lengst út í rassgati.“Álitsgjafar Vísis eru Fanney Birna Jónsdóttir þáttastjórnandi, Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi, Tómas Valgeirsson kvikmyndagagnrýnandi, Sigga Clausen penni á Bíóvefnum, Birgir Snær Hjaltason penni á Bíóvefnum, Hugleikur Dagsson rithöfundur og uppistandari, Gyða Lóa Ólafsdóttir verkefnastjóri og press manager Sónar Reykjavík, Stefán Þór Hjartarson blaðamaður, Rakel Garðarsdóttir forsvarsmaður samtakanna Vakandi og Rósa María Árnadóttir blaðamaður.
Neytendur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira