Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 06:17 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury. Getty Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira