Hlýjar minningar gamalla jólakorta á borðstofuborðinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. desember 2017 14:00 Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir og Kolka Hvönn Ágústsdóttir, stjúpdóttir hennar, hafa pakkað inn einni hurð á heimilinu í tugi ára. mynd/Ernir Fjölskylda Ragnheiðar Bjarkar Guðmundsdóttur hefur haldið jólin viku fyrr en aðrir í meira en áratug. Ragnheiður og Kolka Hvönn Ágústsdóttir, stjúpdóttir hennar, pakka alltaf inn einni hurð á heimilinu og við matarborðið yljar fjölskyldan sér við minningar gamalla jólakorta. "Ég hef pakkað inn hurð á hverjum jólum í yfir tuttugu ár. Þeirri fyrstu þegar ég komst ekki heim til foreldra minna á Súgandafjörð ein jólin og vissi ekki hvað ég átti af mér að gera á jóladag. Í sjónvarpinu var þáttur um listamanninn Christo, sem pakkar inn byggingum, dölum og eyjum. Ég átti fullt af jólapappír sem ég hafði keypt til stuðnings einhverri fjáröflun og datt í hug að ég gæti nú allavega pakkað inn einni hurð. Þetta tókst ágætlega og varð einfaldlega að árlegri hefð eftir þetta,“ segir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Olís, en hún hefur búið sér og fjölskyldu sinni margar skemmtilegar hefðir á jólum. „Fyrir 14 árum eignaðist ég yndislega stjúpdóttur og hún varð strax mikill þátttakandi í öllum jólaundirbúningi og þá sér í lagi í að pakka inn hurðinni. Við fórum að leggja mikinn metnað í verkið og síðustu árin er þetta komið í góða rútínu og orðið að sameiginlegu fjölskylduverkefni. Bóndinn tekur hurðina af hjörum og fjarlægir snerlana og þá tökum við stelpurnar við og pökkum inn og skreytum. Guðdóttir mín sem er 13 ára í dag hefur svo haft það hlutverk að „opna pakkann“. Hún býr á Akureyri og lengst hefur hurðin verið innpökkuð fram að páskum því hurðin bíður eftir að hún komi til að rífa utan af,“ segir Ragnheiður. Minningar við matarborðið „Við skrifum mikið af jólakortum og fáum líka mörg með fallegum kveðjum. Eitt árið vantaði mig jólaborðdúk og þá lagði ég kortin á borðið og setti plastdúk yfir. Þegar foreldrar mínir komu í heimsókn settist pabbi aldrei á sama stað við borðið því hann hafði svo gaman af að lesa á kortin. Ég skreyti borðið til viðbótar með myndum af fólki sem mér þykir vænt um og nýt þess að hafa þessar hlýju kveðjur fyrir augum fram yfir áramótin. Í byrjun desember fara kortin frá í fyrra á borðið svo við njótum þeirra allt fram að jóladag en þá fara nýju kortin undir dúkinn. Ég þarf heldur ekki að þvo einn einasta dúk öll jólin,“ segir hún sposk. Gömul jólakort og myndir af fólki sem er fjölskyldunni kært gegna hlutverki borðdúks á aðventunni. Halda jólin síðustu helgi fyrir jól Sú hefð hefur einnig skapast hjá Ragnheiði og fjölskyldu að halda jólin síðustu helgi fyrir jól. „Þegar ég kynntist manninum mínum og dóttur hans, sem þá var 4 ára, var komið að því að hún héldi jólin hjá okkur. Hún á móðurfjölskyldu norður í landi og hafði haldið flest jólin þar með mömmu sinni og fjölskyldu. Við vildum að hún fengi að búa til sínar föstu hefðir, með báðum fjölskyldum, svo við ákváðum að halda árlega „litlu jól“ heima hjá okkur síðustu helgina fyrir jól svo hún gæti alltaf farið norður á jólunum og búið til sínar hefðir þar,“ útskýrir Ragnheiður. „Litlu jólin hafa alltaf verið mikil hátíð hjá okkur. Við klæðum okkur í spariföt, allir pakkar eru opnaðir þetta kvöld og jólamatur á borðum. Foreldrar mínir komu alltaf og ýmsir aðrir góðir gestir og þetta var mikil hátíð. Nú er stjúpdóttir mín orðin fullorðin stúlka en segir mér að litlu jólin hafi ekki síður verið hátíðleg og mikilvæg í hennar huga en sjálft aðfangadagskvöld.“ Greinin birtist í Jólablaði Fréttablaðsins. Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Fjölskylda Ragnheiðar Bjarkar Guðmundsdóttur hefur haldið jólin viku fyrr en aðrir í meira en áratug. Ragnheiður og Kolka Hvönn Ágústsdóttir, stjúpdóttir hennar, pakka alltaf inn einni hurð á heimilinu og við matarborðið yljar fjölskyldan sér við minningar gamalla jólakorta. "Ég hef pakkað inn hurð á hverjum jólum í yfir tuttugu ár. Þeirri fyrstu þegar ég komst ekki heim til foreldra minna á Súgandafjörð ein jólin og vissi ekki hvað ég átti af mér að gera á jóladag. Í sjónvarpinu var þáttur um listamanninn Christo, sem pakkar inn byggingum, dölum og eyjum. Ég átti fullt af jólapappír sem ég hafði keypt til stuðnings einhverri fjáröflun og datt í hug að ég gæti nú allavega pakkað inn einni hurð. Þetta tókst ágætlega og varð einfaldlega að árlegri hefð eftir þetta,“ segir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Olís, en hún hefur búið sér og fjölskyldu sinni margar skemmtilegar hefðir á jólum. „Fyrir 14 árum eignaðist ég yndislega stjúpdóttur og hún varð strax mikill þátttakandi í öllum jólaundirbúningi og þá sér í lagi í að pakka inn hurðinni. Við fórum að leggja mikinn metnað í verkið og síðustu árin er þetta komið í góða rútínu og orðið að sameiginlegu fjölskylduverkefni. Bóndinn tekur hurðina af hjörum og fjarlægir snerlana og þá tökum við stelpurnar við og pökkum inn og skreytum. Guðdóttir mín sem er 13 ára í dag hefur svo haft það hlutverk að „opna pakkann“. Hún býr á Akureyri og lengst hefur hurðin verið innpökkuð fram að páskum því hurðin bíður eftir að hún komi til að rífa utan af,“ segir Ragnheiður. Minningar við matarborðið „Við skrifum mikið af jólakortum og fáum líka mörg með fallegum kveðjum. Eitt árið vantaði mig jólaborðdúk og þá lagði ég kortin á borðið og setti plastdúk yfir. Þegar foreldrar mínir komu í heimsókn settist pabbi aldrei á sama stað við borðið því hann hafði svo gaman af að lesa á kortin. Ég skreyti borðið til viðbótar með myndum af fólki sem mér þykir vænt um og nýt þess að hafa þessar hlýju kveðjur fyrir augum fram yfir áramótin. Í byrjun desember fara kortin frá í fyrra á borðið svo við njótum þeirra allt fram að jóladag en þá fara nýju kortin undir dúkinn. Ég þarf heldur ekki að þvo einn einasta dúk öll jólin,“ segir hún sposk. Gömul jólakort og myndir af fólki sem er fjölskyldunni kært gegna hlutverki borðdúks á aðventunni. Halda jólin síðustu helgi fyrir jól Sú hefð hefur einnig skapast hjá Ragnheiði og fjölskyldu að halda jólin síðustu helgi fyrir jól. „Þegar ég kynntist manninum mínum og dóttur hans, sem þá var 4 ára, var komið að því að hún héldi jólin hjá okkur. Hún á móðurfjölskyldu norður í landi og hafði haldið flest jólin þar með mömmu sinni og fjölskyldu. Við vildum að hún fengi að búa til sínar föstu hefðir, með báðum fjölskyldum, svo við ákváðum að halda árlega „litlu jól“ heima hjá okkur síðustu helgina fyrir jól svo hún gæti alltaf farið norður á jólunum og búið til sínar hefðir þar,“ útskýrir Ragnheiður. „Litlu jólin hafa alltaf verið mikil hátíð hjá okkur. Við klæðum okkur í spariföt, allir pakkar eru opnaðir þetta kvöld og jólamatur á borðum. Foreldrar mínir komu alltaf og ýmsir aðrir góðir gestir og þetta var mikil hátíð. Nú er stjúpdóttir mín orðin fullorðin stúlka en segir mér að litlu jólin hafi ekki síður verið hátíðleg og mikilvæg í hennar huga en sjálft aðfangadagskvöld.“ Greinin birtist í Jólablaði Fréttablaðsins.
Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira