Erfiðustu tímarnir þeir bestu fyrir mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2017 06:00 Katrín Tanja. vísir/stefán Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira