Framundan er stærsta árlegt Baby Shower í heimi Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 13:00 Jóní og Eirún í Gjörningaklúbbnum ásamt fleirum sem komu að gjörningnum í Malmö. Gjörningaklúbburinn hefur verið áberandi afl í heimi myndlistar á Íslandi og reyndar víðar um langt skeið. Verk klúbbsins grípa oft athygli almennings og heilla áhorfendur með hugvitssamlegum hætti þar sem tekist er á við margt það sem hæst ber í samfélaginu hverju sinni. Gjörningaklúbbinn hafa lengi skipað þær Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir en sú síðastnefnda er nú í starfsleyfi frá hópnum eftir að hafa verið ráðin sem deildarforseti myndlistardeildar við Listaháskóla Íslands.Gjörningaveisla Síðastliðinn fimmtudag frumsýndi Gjörningaklúbburinn nýjan gjörning í Lillith Performance Studio í Malmö, en það er eitt af fáum galleríum sem sérhæfa sig í gjörningalist, en verkið er hluti af þríleik sem klúbburinn hefur unnið á þessu ári. Jóní Jónsdóttir segir að Gjörningaklúbburinn hafi verið á mikilli siglingu að undanförnu og í mörg horn að líta. „Fyrir rúmu ári gerðum við stóra einkasýningu í Aarhus listasafninu í Árósum sem er stórt og framsækið safn og svo höfum við verið að vinna að þessari trílógíu sem við erum svo að ljúka hérna í Malmö þessa dagana. En svo hefur sitthvað annað verið í gangi líka sem væri kannski of langt mál að telja. Jóní segir að verkefnið í Malmö hafi komið til út frá því að Lillith Performance Studio eigi afmæli um þessar mundir og að þar sé unnið út frá þema sem kallast You Are Invited (Boðið) allt árið. „Þetta er sett upp sem kvöldverður þar sem listamenn hafa frjálsar hendur með það hvernig er staðið að þessu kvöldverðarboði í hvert eitt sinn. Fimm listamönnum eða listhópum af þeim fjölda listamanna sem sýnt hafa hjá þeim síðastliðin 10 ár var boðið til þess að standa fyrir slíkri veislu á afmælisárinu og þegar það varð ljóst að við ættum að fá að vera í desember þá tók hugmyndavinnan nú óneitanlega mið af því.“Gestir tóku þátt í brauðbakstri, söng og ýmsu fleiru skemmtilegu.Fæðingin sameinar Jóní segir að vissulega hafi jólahátíðin verið þeim ofarlega í huga en að auki þá hafi Gjörningaklúbburinn unnið talsvert með hugmyndina um Maríu mey. „Hver var María? hvernig kona var hún? Fékk hún einhvern tíma tækifæri til þess að samþykja það að hún ætti allt í einu að bera son guðs? Hvað um hennar sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin lífi og líkama? Allt tengist þetta beint inn í #metoo umræðuna og það sem er að gerast í heiminum eins og í Bandaríkjunum þar sem hlutirnir eru að fara aftur á bak með Trump og konur eiga enn frekar undir högg að sækja en áður. Í lífssýn Trumpismans eru konur ekki jafn mikils virði og karlar, eiga ekki að hafa yfirráðarétt yfir því hvort þær eignast börn eða fara í fóstureyðingar og þannig mætti áfram telja óteljandi vangaveltur um stöðu kvenna út frá þessum Maríupælingum og hugmyndum okkar um hana.“ Fyrsti gjörningur þríleiksins var svo fluttur á Siglufirði á föstudaginn langa sem Jóní segir að hafi óneitanlega verið meðvitað dagaval. „Síðan þá eru liðnir níu mánuður en við höfum verið að byggja þetta upp sem meðgöngu allt frá getnaði til fæðingar. Um meðgönguna miðja vorum við svo á Gjörningahátíðinni á Akureyri og þar bauðst gestum að koma með okkur í meðgöngu. Meðgangan fólst í því að ganga saman – sem sagt með-ganga. Síðasti hluti þríleiksins var svo núna hér í Malmö þar sem við stóðum fyrir svokölluðu Baby Shower sem felur í sér ákveðna sameiningu og fögnuð yfir fæðingunni. Yfirleitt er það sem betur þannig að þegar börn fæðast inn í þennan heim þá fylgir því gleði og sameining, þó að það sé vissulega ekki alltaf eða sjálfgefið, en við vonum það.“Jóní, Ingrid Bogren eða hin vitra kona og Eirún í Lillith Performance Studio þar sem síðasti hluti gjörningsins var fluttur síðastliðinn fimmtudag.Öld Vatnsberans Jóní segir að markmið gjörningsins sé að sameina fólk og virkja það einnig í fögnuðinum. „Gestirnir hnoða með okkur deig, fylgjast með lyftingu þess og aðstoða okkur við að byggja upp viðburðinn. Við fáum fólk til þess að syngja með okkur til þess að hita upp fyrir lífið enda er það alveg klassísk leið til þess að sameina fólk. Þetta gekk roslega vel strax fyrsta kvöldið því það voru allir til í að taka þátt, syngja með og sameinast í gleðinni og það var ægilega gaman. En svo eru þessar femínísku pælingar aldrei langt undan og við gleymum ekkert að fá fólk til þess að horfast í augu við þær.“ Fyrir nokkrum árum hófst öld Vatnsberans sem Jóní segir að sé öld sameiningar í kjölfar sundrungar þótt það sé kannski ekki að sjá á ástandi heimsins enn sem komið er. „Það er líka talað um að þá nái konur líka jafnari stöðu gagnvart körlum og að mannvirðing verði í öndvegi.“ Jóní segir að Gjörningaklúbburinn muni sýna í Malmö yfir helgina en svo sé kominn tími á að halda heim. „Þá erum við að fara að koma heim í árlegt stærsta Baby Shower í heimi þegar allir kristnir fagna fæðingu Jesúbarnsins,“ segir Jóní að lokum og hlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember. Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Gjörningaklúbburinn hefur verið áberandi afl í heimi myndlistar á Íslandi og reyndar víðar um langt skeið. Verk klúbbsins grípa oft athygli almennings og heilla áhorfendur með hugvitssamlegum hætti þar sem tekist er á við margt það sem hæst ber í samfélaginu hverju sinni. Gjörningaklúbbinn hafa lengi skipað þær Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir en sú síðastnefnda er nú í starfsleyfi frá hópnum eftir að hafa verið ráðin sem deildarforseti myndlistardeildar við Listaháskóla Íslands.Gjörningaveisla Síðastliðinn fimmtudag frumsýndi Gjörningaklúbburinn nýjan gjörning í Lillith Performance Studio í Malmö, en það er eitt af fáum galleríum sem sérhæfa sig í gjörningalist, en verkið er hluti af þríleik sem klúbburinn hefur unnið á þessu ári. Jóní Jónsdóttir segir að Gjörningaklúbburinn hafi verið á mikilli siglingu að undanförnu og í mörg horn að líta. „Fyrir rúmu ári gerðum við stóra einkasýningu í Aarhus listasafninu í Árósum sem er stórt og framsækið safn og svo höfum við verið að vinna að þessari trílógíu sem við erum svo að ljúka hérna í Malmö þessa dagana. En svo hefur sitthvað annað verið í gangi líka sem væri kannski of langt mál að telja. Jóní segir að verkefnið í Malmö hafi komið til út frá því að Lillith Performance Studio eigi afmæli um þessar mundir og að þar sé unnið út frá þema sem kallast You Are Invited (Boðið) allt árið. „Þetta er sett upp sem kvöldverður þar sem listamenn hafa frjálsar hendur með það hvernig er staðið að þessu kvöldverðarboði í hvert eitt sinn. Fimm listamönnum eða listhópum af þeim fjölda listamanna sem sýnt hafa hjá þeim síðastliðin 10 ár var boðið til þess að standa fyrir slíkri veislu á afmælisárinu og þegar það varð ljóst að við ættum að fá að vera í desember þá tók hugmyndavinnan nú óneitanlega mið af því.“Gestir tóku þátt í brauðbakstri, söng og ýmsu fleiru skemmtilegu.Fæðingin sameinar Jóní segir að vissulega hafi jólahátíðin verið þeim ofarlega í huga en að auki þá hafi Gjörningaklúbburinn unnið talsvert með hugmyndina um Maríu mey. „Hver var María? hvernig kona var hún? Fékk hún einhvern tíma tækifæri til þess að samþykja það að hún ætti allt í einu að bera son guðs? Hvað um hennar sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin lífi og líkama? Allt tengist þetta beint inn í #metoo umræðuna og það sem er að gerast í heiminum eins og í Bandaríkjunum þar sem hlutirnir eru að fara aftur á bak með Trump og konur eiga enn frekar undir högg að sækja en áður. Í lífssýn Trumpismans eru konur ekki jafn mikils virði og karlar, eiga ekki að hafa yfirráðarétt yfir því hvort þær eignast börn eða fara í fóstureyðingar og þannig mætti áfram telja óteljandi vangaveltur um stöðu kvenna út frá þessum Maríupælingum og hugmyndum okkar um hana.“ Fyrsti gjörningur þríleiksins var svo fluttur á Siglufirði á föstudaginn langa sem Jóní segir að hafi óneitanlega verið meðvitað dagaval. „Síðan þá eru liðnir níu mánuður en við höfum verið að byggja þetta upp sem meðgöngu allt frá getnaði til fæðingar. Um meðgönguna miðja vorum við svo á Gjörningahátíðinni á Akureyri og þar bauðst gestum að koma með okkur í meðgöngu. Meðgangan fólst í því að ganga saman – sem sagt með-ganga. Síðasti hluti þríleiksins var svo núna hér í Malmö þar sem við stóðum fyrir svokölluðu Baby Shower sem felur í sér ákveðna sameiningu og fögnuð yfir fæðingunni. Yfirleitt er það sem betur þannig að þegar börn fæðast inn í þennan heim þá fylgir því gleði og sameining, þó að það sé vissulega ekki alltaf eða sjálfgefið, en við vonum það.“Jóní, Ingrid Bogren eða hin vitra kona og Eirún í Lillith Performance Studio þar sem síðasti hluti gjörningsins var fluttur síðastliðinn fimmtudag.Öld Vatnsberans Jóní segir að markmið gjörningsins sé að sameina fólk og virkja það einnig í fögnuðinum. „Gestirnir hnoða með okkur deig, fylgjast með lyftingu þess og aðstoða okkur við að byggja upp viðburðinn. Við fáum fólk til þess að syngja með okkur til þess að hita upp fyrir lífið enda er það alveg klassísk leið til þess að sameina fólk. Þetta gekk roslega vel strax fyrsta kvöldið því það voru allir til í að taka þátt, syngja með og sameinast í gleðinni og það var ægilega gaman. En svo eru þessar femínísku pælingar aldrei langt undan og við gleymum ekkert að fá fólk til þess að horfast í augu við þær.“ Fyrir nokkrum árum hófst öld Vatnsberans sem Jóní segir að sé öld sameiningar í kjölfar sundrungar þótt það sé kannski ekki að sjá á ástandi heimsins enn sem komið er. „Það er líka talað um að þá nái konur líka jafnari stöðu gagnvart körlum og að mannvirðing verði í öndvegi.“ Jóní segir að Gjörningaklúbburinn muni sýna í Malmö yfir helgina en svo sé kominn tími á að halda heim. „Þá erum við að fara að koma heim í árlegt stærsta Baby Shower í heimi þegar allir kristnir fagna fæðingu Jesúbarnsins,“ segir Jóní að lokum og hlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember.
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira