Orðin útlendingar og innflytjendur birtast hvergi í einum ítarlegasta stjórnarsáttmála sögunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2017 11:15 Lögfræðingurinn Claudie Ashonie Wilson flutti hugvekju í Iðnó á vegum Siðmenntar fyrir þingsetninguna í gær. Siðment Lögfræðingurinn Claudie Ashonie Wilson flutti hugvekju í Iðnó á vegum Siðmenntar fyrir setningu Alþingis í gær. Þar sagði hún jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar of takmarkaða. Hún hvetjur stjórnmálaflokka til að tryggja að fleiri þingmenn af erlendum uppruna komist á þing. Allir skulu vera jafnir„Þegar ég velti hugtakinu jafnrétti fyrir mér tel ég að það sé hugtak sem nær til margra þátta sem kunna að skapa hindrun fyrir einstaklinga. Ólíkir þættir mismununar koma þannig í veg fyrir að einstaklingurinn fá tækifæri til að þroskast, rækta hæfileika sína og lifa heilsusamlegu lífi,“ sagði Claudie. Vitnaði hún til 1. mgr. 65. gr. laga nr. 33/1944 um Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Claudie er upprunalega frá Jamaíku og hún var fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlaut héraðsdómslögmannsréttindi hér á landi. Hún flutti til Íslands fyrir 16 árum og vinnur mikið í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum. „Sem innflytjandi, er það skilningur minn að af sögulegum ástæðum, og ástæðum samsetningar mannfjölda, þ.e.a.s. að meirihluti samfélagsþegna eru af íslenskum uppruna, hafi áhersla ríkisins í jafnréttismálum verið á grundvelli 2. mgr. 65. stjórnarskrárinnar, en þar segir að: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“,“ útskýrir Claudie í hugvekju sinni.13 prósent af erlendum upprunaClaudie segir að í nýjum stjórnarsáttmála sé áherslan lögð á jafnrétti kynjanna og væri það of takmarkað. „Ég tek heilshugar undir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum og þær aðgerðir sem hún leggur áherslu á. Stefna sem þessi er sérstaklega mikilvæg í ljósi umræðunnar undanfarinna vikna í tengslum við kynjamisrétti, áreitni og ofbeldi á atvinnumarkaði. Það má hins vegar velta fyrir sér hvort að áherslur ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum sé ekki of takmarkaðar þegar litið er til samsetningar mannfjölda á Íslandi og þeirrar staðreyndar að fjöldi einstaklinga af erlendum uppruna fer ört vaxandi.“ Tæplega 40.000 einstaklingar á Íslandi í dag eru innflytjendur. „Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni eru 13% af mannfjöldanum af erlendum uppruna [annarri kynslóð innflytjenda hér meðtalið] og hefur það hlutfall aldrei verið hærra.“Claudie hefur unnið mikið fyrir flóttafólk og var meðal annars lögmaður Abrahims og Haniye Maleki.vísir/laufey elíasdóttirFagnaðarefni að aukið verði við móttöku kvótaflóttamannaClaudie segir að Ísland sé því orðið fjölmenningarlegt samfélag og verulega takmörkuð jafnréttisstefna kunni að vera áhyggjuefni. „Ég velti fyrir mér hvort stefna ríkisins í jafnréttismálum á kjörtímabilið 2017-2021 geti einskorðast við kynjajafnrétti þegar ljóst er að mögulegt er að mismuna yfir 40.000 manns á öðrum grundvelli heldur en á grundvelli kynja?“ Gagnrýnir hún að sáttmálinn kveði ekki á um stefnu ríkisins í innflytjendamálum. „Það vakti athygli mína að orðin útlendingar eða innflytjendur birtast hvergi í hinum 40 blaðsíðna stjórnarsáttsáttmála. Í sáttmálanum segir hins vegar: „Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar a flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum.“ En fremur segir í sáttmálanum: „Þverpólitískri þingmannanefnd verður falið að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau.“ Claudie segir að það sé mikið fagnaðarefni að aukið verði við móttöku kvótaflóttamanna og jafnframt að framkvæmd útlendingalagana sem tóku gildi í janúar verði metin af þverpólitískri nefnd. „Reynslan af framkvæmdinni síðastliðna 11 mánuði sýnir ýmsa meinbugi í lögunum sem leiða til innbyrðis mismununar á milli einstaklinga sem leiða komu sína til landsins og dvöl sína hér af lögunum.Ég gæti nefnt mörg dæmi um meinbugi bæði í útlendingalögunum sjálfum og í framkvæmd stjórnvalda.“Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í Listasafni Íslands.Vísir/eyþórÓréttlátt og ómannúðlegtÞó að dvalarleyfisflokkarnir eigi að vera ólíkir og ótímabundið og tímabundið dvalarleyfi eigi ekki að veita sömu réttindi þá kveða þeir á um sömu skyldu. Hún segir að þetta leiði til sanngjarnar mismununar og óvissu um stöðu og framtíð útlendings sem leiðir rétt sinn af tímabundnu dvalarleyfi. „Það hlýtur að teljast óréttlátt og ómannúðlegt að einstaklingur sem tekur virkan þátt í íslensku atvinnulífi og tekur þátt í að byggja upp hin félagslegu kerfi hérlendis árum saman fái enga tryggingu t.d. vegna veikinda, atvinnumissis, og ef viðkomandi missir starf sitt, eða þarf að taka frí frá námi sínu vegna fæðingarorlofs, kunni það að leiða til brottvísunar hans innan 30 daga og eftir atvikum til endurkomubanns.“ Claudie segir að börn námsmánna sem eru ekki EES-ríkisborgarar og fæðast hérlendis fái ekki dvalarleyfi líkt og foreldrar þeirra og það sé mjög alvarlegt. Börnin hafi engin réttindi til dvalar. „Vegna þeirra margvíslegu mismununar sem útlendingar og eftir atvikum innflytjendur verða fyrir á Íslandi, taldi ég að stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Bjartar Framtíðar og Viðreisnar um málefni útlendinga og innflytjenda hérlendis væri viðurkenning á mikilvægi veru og þátttöku útlendinga í íslensku samfélagi. Ekkert sambærilegt er að finna í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Það er hvorki minnst á orðin útlendingar né innflytjendur í sáttmálanum.“ Hún segist velta fyrir sér hver stefna hinnar nýju ríkisstjórnar sé í málefnum innflytjenda og útlendinga. „Og af hverju miðast áhersla stjórnvalda í jafnréttismálum samkvæmt stjórnarsáttmálanum eingöngu við kynjajafnrétti?“Heildstæðari jafnréttislöggjöf á hinum NorðurlöndunumÞarf að hennar mati að tryggja að breyttar áherslur hinnar nýju ríkisstjórnar í jafnréttismálum hafi ekki neikvæð áhrif á þingsályktun velferðarráðuneytisins um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til 2019 sem var samþykkt í september 2016. „Þess í stað tryggi ríkisstjórnin að þessari áætlun verði fylgt eftir og sjái jafnvel hag þann sem felst í umbótum sem áætlunin kveður á um.“ Claudie segir að stefnumótun ríkisstjórnarinnar og lagaumhverfið þurfi að koma heim og saman í jafnréttismálum sem stuðla af því að tryggja jafnrétti allra landsmanna. „Innleiðing á tilskipunum Evrópusambandsins um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB) og jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB) og fullgilding 12. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, er mikilvægt í þessum efnum. Ágætt er að benda á í þessu samhengi að ólíkt á Íslandi, er alls staðar á Norðurlöndunum að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á fyrrgreindum tilskipunum.“Fléttulistar til að þingið endurspegli samfélagið í heildHarmar Claudie að Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafi dottið út af þingi í síðustu kosningum og nú sitji enginn þingmaður af erlendum uppruna á þingi. Hennar hugmynd er að stjórnmálaflokkarnir tryggi að fleiri þingmenn af erlendum uppruna verði kjörnir á þing, til dæmis með fléttulistum. „Ef miðað er við að 13% þjóðarinnar séu af erlendum uppruna ætti hlutfallslega séð átt að vera a.m.k. 8 þingmenn af erlendum uppruna á þingi.“ Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Fögur þykja fyrirheitin hjá nýrri stjórn Réttindi hinsegin fólks, umbætur í meðferð kynferðisbrotamála og hækkað frítekjumark aldraðra er meðal þess sem ný ríkisstjórn hyggst beita sér fyrir, auk stórsóknar í byggðamálum. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögfræðingurinn Claudie Ashonie Wilson flutti hugvekju í Iðnó á vegum Siðmenntar fyrir setningu Alþingis í gær. Þar sagði hún jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar of takmarkaða. Hún hvetjur stjórnmálaflokka til að tryggja að fleiri þingmenn af erlendum uppruna komist á þing. Allir skulu vera jafnir„Þegar ég velti hugtakinu jafnrétti fyrir mér tel ég að það sé hugtak sem nær til margra þátta sem kunna að skapa hindrun fyrir einstaklinga. Ólíkir þættir mismununar koma þannig í veg fyrir að einstaklingurinn fá tækifæri til að þroskast, rækta hæfileika sína og lifa heilsusamlegu lífi,“ sagði Claudie. Vitnaði hún til 1. mgr. 65. gr. laga nr. 33/1944 um Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Claudie er upprunalega frá Jamaíku og hún var fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlaut héraðsdómslögmannsréttindi hér á landi. Hún flutti til Íslands fyrir 16 árum og vinnur mikið í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum. „Sem innflytjandi, er það skilningur minn að af sögulegum ástæðum, og ástæðum samsetningar mannfjölda, þ.e.a.s. að meirihluti samfélagsþegna eru af íslenskum uppruna, hafi áhersla ríkisins í jafnréttismálum verið á grundvelli 2. mgr. 65. stjórnarskrárinnar, en þar segir að: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“,“ útskýrir Claudie í hugvekju sinni.13 prósent af erlendum upprunaClaudie segir að í nýjum stjórnarsáttmála sé áherslan lögð á jafnrétti kynjanna og væri það of takmarkað. „Ég tek heilshugar undir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum og þær aðgerðir sem hún leggur áherslu á. Stefna sem þessi er sérstaklega mikilvæg í ljósi umræðunnar undanfarinna vikna í tengslum við kynjamisrétti, áreitni og ofbeldi á atvinnumarkaði. Það má hins vegar velta fyrir sér hvort að áherslur ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum sé ekki of takmarkaðar þegar litið er til samsetningar mannfjölda á Íslandi og þeirrar staðreyndar að fjöldi einstaklinga af erlendum uppruna fer ört vaxandi.“ Tæplega 40.000 einstaklingar á Íslandi í dag eru innflytjendur. „Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni eru 13% af mannfjöldanum af erlendum uppruna [annarri kynslóð innflytjenda hér meðtalið] og hefur það hlutfall aldrei verið hærra.“Claudie hefur unnið mikið fyrir flóttafólk og var meðal annars lögmaður Abrahims og Haniye Maleki.vísir/laufey elíasdóttirFagnaðarefni að aukið verði við móttöku kvótaflóttamannaClaudie segir að Ísland sé því orðið fjölmenningarlegt samfélag og verulega takmörkuð jafnréttisstefna kunni að vera áhyggjuefni. „Ég velti fyrir mér hvort stefna ríkisins í jafnréttismálum á kjörtímabilið 2017-2021 geti einskorðast við kynjajafnrétti þegar ljóst er að mögulegt er að mismuna yfir 40.000 manns á öðrum grundvelli heldur en á grundvelli kynja?“ Gagnrýnir hún að sáttmálinn kveði ekki á um stefnu ríkisins í innflytjendamálum. „Það vakti athygli mína að orðin útlendingar eða innflytjendur birtast hvergi í hinum 40 blaðsíðna stjórnarsáttsáttmála. Í sáttmálanum segir hins vegar: „Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar a flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum.“ En fremur segir í sáttmálanum: „Þverpólitískri þingmannanefnd verður falið að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau.“ Claudie segir að það sé mikið fagnaðarefni að aukið verði við móttöku kvótaflóttamanna og jafnframt að framkvæmd útlendingalagana sem tóku gildi í janúar verði metin af þverpólitískri nefnd. „Reynslan af framkvæmdinni síðastliðna 11 mánuði sýnir ýmsa meinbugi í lögunum sem leiða til innbyrðis mismununar á milli einstaklinga sem leiða komu sína til landsins og dvöl sína hér af lögunum.Ég gæti nefnt mörg dæmi um meinbugi bæði í útlendingalögunum sjálfum og í framkvæmd stjórnvalda.“Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í Listasafni Íslands.Vísir/eyþórÓréttlátt og ómannúðlegtÞó að dvalarleyfisflokkarnir eigi að vera ólíkir og ótímabundið og tímabundið dvalarleyfi eigi ekki að veita sömu réttindi þá kveða þeir á um sömu skyldu. Hún segir að þetta leiði til sanngjarnar mismununar og óvissu um stöðu og framtíð útlendings sem leiðir rétt sinn af tímabundnu dvalarleyfi. „Það hlýtur að teljast óréttlátt og ómannúðlegt að einstaklingur sem tekur virkan þátt í íslensku atvinnulífi og tekur þátt í að byggja upp hin félagslegu kerfi hérlendis árum saman fái enga tryggingu t.d. vegna veikinda, atvinnumissis, og ef viðkomandi missir starf sitt, eða þarf að taka frí frá námi sínu vegna fæðingarorlofs, kunni það að leiða til brottvísunar hans innan 30 daga og eftir atvikum til endurkomubanns.“ Claudie segir að börn námsmánna sem eru ekki EES-ríkisborgarar og fæðast hérlendis fái ekki dvalarleyfi líkt og foreldrar þeirra og það sé mjög alvarlegt. Börnin hafi engin réttindi til dvalar. „Vegna þeirra margvíslegu mismununar sem útlendingar og eftir atvikum innflytjendur verða fyrir á Íslandi, taldi ég að stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Bjartar Framtíðar og Viðreisnar um málefni útlendinga og innflytjenda hérlendis væri viðurkenning á mikilvægi veru og þátttöku útlendinga í íslensku samfélagi. Ekkert sambærilegt er að finna í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Það er hvorki minnst á orðin útlendingar né innflytjendur í sáttmálanum.“ Hún segist velta fyrir sér hver stefna hinnar nýju ríkisstjórnar sé í málefnum innflytjenda og útlendinga. „Og af hverju miðast áhersla stjórnvalda í jafnréttismálum samkvæmt stjórnarsáttmálanum eingöngu við kynjajafnrétti?“Heildstæðari jafnréttislöggjöf á hinum NorðurlöndunumÞarf að hennar mati að tryggja að breyttar áherslur hinnar nýju ríkisstjórnar í jafnréttismálum hafi ekki neikvæð áhrif á þingsályktun velferðarráðuneytisins um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til 2019 sem var samþykkt í september 2016. „Þess í stað tryggi ríkisstjórnin að þessari áætlun verði fylgt eftir og sjái jafnvel hag þann sem felst í umbótum sem áætlunin kveður á um.“ Claudie segir að stefnumótun ríkisstjórnarinnar og lagaumhverfið þurfi að koma heim og saman í jafnréttismálum sem stuðla af því að tryggja jafnrétti allra landsmanna. „Innleiðing á tilskipunum Evrópusambandsins um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB) og jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB) og fullgilding 12. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, er mikilvægt í þessum efnum. Ágætt er að benda á í þessu samhengi að ólíkt á Íslandi, er alls staðar á Norðurlöndunum að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á fyrrgreindum tilskipunum.“Fléttulistar til að þingið endurspegli samfélagið í heildHarmar Claudie að Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafi dottið út af þingi í síðustu kosningum og nú sitji enginn þingmaður af erlendum uppruna á þingi. Hennar hugmynd er að stjórnmálaflokkarnir tryggi að fleiri þingmenn af erlendum uppruna verði kjörnir á þing, til dæmis með fléttulistum. „Ef miðað er við að 13% þjóðarinnar séu af erlendum uppruna ætti hlutfallslega séð átt að vera a.m.k. 8 þingmenn af erlendum uppruna á þingi.“
Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Fögur þykja fyrirheitin hjá nýrri stjórn Réttindi hinsegin fólks, umbætur í meðferð kynferðisbrotamála og hækkað frítekjumark aldraðra er meðal þess sem ný ríkisstjórn hyggst beita sér fyrir, auk stórsóknar í byggðamálum. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15
Fögur þykja fyrirheitin hjá nýrri stjórn Réttindi hinsegin fólks, umbætur í meðferð kynferðisbrotamála og hækkað frítekjumark aldraðra er meðal þess sem ný ríkisstjórn hyggst beita sér fyrir, auk stórsóknar í byggðamálum. 1. desember 2017 07:00