Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2017 08:00 Forseti ASÍ segir að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. vísir/vilhelm „Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
„Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira