Seinni bylgjan: Gísli væri ekki að fara til Kiel án FH Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2017 16:45 Eins og greint var frá í síðustu viku fær FH ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem ákvað að semja við þýska stórliðið Kiel. Hann gengur til liðs við félagið í sumar, eftir að samningur hans við FH rennur út. FH-ingar geta sótt um uppeldisbætur til EHF fyrir Gísla Þorgeir en eins og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður, ræddi í Akraborginni á X-inu þýðir lítið fyrir FH-inga að kvarta ef ekki hafi verið tekið á þessum málum í samningi hans. Sjá einnig: Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Gísli Þorgeir átti góðan leik fyrir FH þegar að liðið vann Aftureldingu á mánudag en eins og greint var frá í síðustu viku þá er hann á leiðinni til Kiel í sumar. Landsliðsmaðurinn ungi fer þó frítt til Þýskalands þar sem samningur hans við FH rennur út í sumar. Mál hans voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. „Samningar eru samningar,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Kannski höfðu þeir feðgar upplýsingar [Kristján Arason og Gísli Þorgeir] um það að Kiel myndi ekki borga fyrir hann og velt fyrir sér stöðunni.“Sebastian segist hafa viljað sjá að FH fengi eitthvað fyrir piltinn. Gunnar Berg Viktorsson tók undir þetta. „Þetta er lenska í handbolta. Ef þú átt möguleika á að komast í stórlið þá lætur þú ekkert stoppa þig. Þetta snýst allt um það,“ sagði Gunnar Berg. „En við óskum honum auðvitað til hamingju með þennan samning. En það gæti þurft að breyta þessum hugsunarhætti, að láta uppeldisfélagið fá smá pening fyrir að vera búnir að leggja allt sitt í þetta. Í félögunum eru fólk sem er að berjast á hverjum degi í því að safna peningum.“ Sebastian segir að það sé hægt að líta á þetta frá sjónarhorni beggja aðila. „Gísli vildi komast til Kiel og það er frábært að það tókst. En hann væri ekki að fara til Kiel ef ekki væri fyrir FH. Það sama á við um alla þá leikmenn sem eru að fara út.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Eins og greint var frá í síðustu viku fær FH ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem ákvað að semja við þýska stórliðið Kiel. Hann gengur til liðs við félagið í sumar, eftir að samningur hans við FH rennur út. FH-ingar geta sótt um uppeldisbætur til EHF fyrir Gísla Þorgeir en eins og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður, ræddi í Akraborginni á X-inu þýðir lítið fyrir FH-inga að kvarta ef ekki hafi verið tekið á þessum málum í samningi hans. Sjá einnig: Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Gísli Þorgeir átti góðan leik fyrir FH þegar að liðið vann Aftureldingu á mánudag en eins og greint var frá í síðustu viku þá er hann á leiðinni til Kiel í sumar. Landsliðsmaðurinn ungi fer þó frítt til Þýskalands þar sem samningur hans við FH rennur út í sumar. Mál hans voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. „Samningar eru samningar,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Kannski höfðu þeir feðgar upplýsingar [Kristján Arason og Gísli Þorgeir] um það að Kiel myndi ekki borga fyrir hann og velt fyrir sér stöðunni.“Sebastian segist hafa viljað sjá að FH fengi eitthvað fyrir piltinn. Gunnar Berg Viktorsson tók undir þetta. „Þetta er lenska í handbolta. Ef þú átt möguleika á að komast í stórlið þá lætur þú ekkert stoppa þig. Þetta snýst allt um það,“ sagði Gunnar Berg. „En við óskum honum auðvitað til hamingju með þennan samning. En það gæti þurft að breyta þessum hugsunarhætti, að láta uppeldisfélagið fá smá pening fyrir að vera búnir að leggja allt sitt í þetta. Í félögunum eru fólk sem er að berjast á hverjum degi í því að safna peningum.“ Sebastian segir að það sé hægt að líta á þetta frá sjónarhorni beggja aðila. „Gísli vildi komast til Kiel og það er frábært að það tókst. En hann væri ekki að fara til Kiel ef ekki væri fyrir FH. Það sama á við um alla þá leikmenn sem eru að fara út.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15