Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 12. desember 2017 21:08 Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30
Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58