Haraldur hlaut varanlega sjónskerðingu eftir leik með leikjalaser Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 20:00 Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. Hinn tíu ára gamli Haraldur Breki Davíðsson var að leika sér með leikjalaser, leikfang sem sendir frá sér lasergreisla, heima hjá vini sínum á dögunum þegar hann tók upp á því að beina honum í augað á sér. „Svo þegar ég lokaði augunum byrjaði mig að svima. Þegar ég horfði lengi á eitthvað byrjaði ég að sjá blóm,“ segir Haraldur Breki. Við athugun hjá skólahjúkrunarfræðingi daginn eftir kom í ljós að sjónin á öðru auga hans var mjög lítil. „Svo fórum við með hann til augnlæknis og þá kom í ljós að þetta var skemmd á augnbotni. Þetta var mikil eyðilegging og gengur ekki til baka“, segir Hildur Árnadóttir, móðir Haraldar, en hann nú með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdarinnar og er hún komin til vegna þess að hann beindi lasernum í augað á sér. Hildur útskýrir að það hafi verið sláandi að sjá myndir af augum Haraldar. „Hægra augað. Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað,“ segir Hildur en í forvarnarskyni settu þau mæðgin færslu á Facebook þar sem þau lýsa aðstæðum og hefur sú hún vakið nokkra athygli. „Hún vildi vera góð fyrir önnur börn svo þau fái þetta ekki og svo byrjuðu margir að skrifa undir,“ segir Haraldur Breki. Hann segir að það sé ekki góð hugmynd að leika sér með leikjalaser. „Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt. Ef þeir eru til dæmis ríkir foreldrar þeirra þá gætu þau rekist í eitthvað mjög dýrt,“ segir Haraldur Breki sem er greinilega búin að spá mikið í hlutunum. Hildur biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að laser geti verið stórhættulegur. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. Hinn tíu ára gamli Haraldur Breki Davíðsson var að leika sér með leikjalaser, leikfang sem sendir frá sér lasergreisla, heima hjá vini sínum á dögunum þegar hann tók upp á því að beina honum í augað á sér. „Svo þegar ég lokaði augunum byrjaði mig að svima. Þegar ég horfði lengi á eitthvað byrjaði ég að sjá blóm,“ segir Haraldur Breki. Við athugun hjá skólahjúkrunarfræðingi daginn eftir kom í ljós að sjónin á öðru auga hans var mjög lítil. „Svo fórum við með hann til augnlæknis og þá kom í ljós að þetta var skemmd á augnbotni. Þetta var mikil eyðilegging og gengur ekki til baka“, segir Hildur Árnadóttir, móðir Haraldar, en hann nú með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdarinnar og er hún komin til vegna þess að hann beindi lasernum í augað á sér. Hildur útskýrir að það hafi verið sláandi að sjá myndir af augum Haraldar. „Hægra augað. Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað,“ segir Hildur en í forvarnarskyni settu þau mæðgin færslu á Facebook þar sem þau lýsa aðstæðum og hefur sú hún vakið nokkra athygli. „Hún vildi vera góð fyrir önnur börn svo þau fái þetta ekki og svo byrjuðu margir að skrifa undir,“ segir Haraldur Breki. Hann segir að það sé ekki góð hugmynd að leika sér með leikjalaser. „Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt. Ef þeir eru til dæmis ríkir foreldrar þeirra þá gætu þau rekist í eitthvað mjög dýrt,“ segir Haraldur Breki sem er greinilega búin að spá mikið í hlutunum. Hildur biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að laser geti verið stórhættulegur. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira