„Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 15:34 Grýla hefur valdið íslenskum börnum ugg og ótta í áraraðir. Visir/Anton Brink Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér. Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér.
Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17