Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2017 19:00 Biskup Íslands segir umræðuna um launahækkun hennar hafa verið tengda við persónu hennar frekar en embættið sjálft. Það sé ekki hún persónulega sem hækki í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar. Venju samkvæmt prédikaði biskups Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, í Dómkirkjunni við hátíðarþjónustu í dag, á jóladag. „Það er efst í huga mér þessi gleði og vonin um það að allir menn geti fundið þessa gleði og ekki bara ytra heldur aðallega í eigin hjarta,“ segir Agnes. Það sé fagnaðarboðskaður jólanna. Við lifum ekki í myrkri. Við lifum í ljósi. „Þrátt fyrir myrkrið sem getur birst okkur í ýmsum myndin, veikindum eða einhverju öðru, að það skín alltaf ljós í myrkrinu. Það er einmitt það sem var verið að lesa í guðspjallinu í morgun.“ Þá segir Agnes að henni sé efst í huga að fólk treysti því að kristin trú hafi eitthvað gott að gefa. „Eitthvað sem bætir líf okkar. Eitthvað sem bætir ekki bara lífið í dag heldur til framtíðar,“ segir Agnes. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ákvörðun kjararáðs um að veita biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar verða framvegis rúmlega ein og hálf milljón á mánuði. Ákveðið var að veita launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar sem þýðir að hún fær 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Í ákvörðun kjararáðs var greint frá því að biskup hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins sem sé eitt af æðstu embættum landsins. Agnes hefur ekki viljað tjá sig efnislega um málið.Er einhver ástæða fyrir því að þú hefur ekki viljað tjá þig um málið? „Ég sendi út yfirlýsingu eða setti yfirlýsingu á vef kirkjunnar og það er það sem ég hef um málið að segja,“ segir Agnes en þar er vísað í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar efir 12 ára kyrrstöðu. Agnes telur að umræðan um hækkunina sé að vissu leyti skiljanleg. Hún hafi þó átt það til að vera tengd við persónu hennar frekar en embættið sjálft. „Það er ekki ég persónulega og prívat sem er að hækka í launum þó að svo sé í raun heldur fjallar þetta um embættið. Þetta fjallar ekkert um persónuna Agnesi heldur fjallar þetta um embætti biskups Íslands, sem er æðsti maður þjóðkirkjunna,“ segir Agnes.Hefur komið til greina að gefa launahækkuna til góðgerðarmála eins og forsetinn hefur gert eða eitthvað slíkt? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Forseti Íslands hefur í tæpt ár gefið launahækkun sína frá því í fyrra til góðgerðarmála, um fjórar milljónir króna. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í nóvember í fyrra.Agnes sendi kjararáði erindi árið 2015 þar sem hún óskaði eftir endurmati á launum biskups. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Biskup Íslands segir umræðuna um launahækkun hennar hafa verið tengda við persónu hennar frekar en embættið sjálft. Það sé ekki hún persónulega sem hækki í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar. Venju samkvæmt prédikaði biskups Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, í Dómkirkjunni við hátíðarþjónustu í dag, á jóladag. „Það er efst í huga mér þessi gleði og vonin um það að allir menn geti fundið þessa gleði og ekki bara ytra heldur aðallega í eigin hjarta,“ segir Agnes. Það sé fagnaðarboðskaður jólanna. Við lifum ekki í myrkri. Við lifum í ljósi. „Þrátt fyrir myrkrið sem getur birst okkur í ýmsum myndin, veikindum eða einhverju öðru, að það skín alltaf ljós í myrkrinu. Það er einmitt það sem var verið að lesa í guðspjallinu í morgun.“ Þá segir Agnes að henni sé efst í huga að fólk treysti því að kristin trú hafi eitthvað gott að gefa. „Eitthvað sem bætir líf okkar. Eitthvað sem bætir ekki bara lífið í dag heldur til framtíðar,“ segir Agnes. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ákvörðun kjararáðs um að veita biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar verða framvegis rúmlega ein og hálf milljón á mánuði. Ákveðið var að veita launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar sem þýðir að hún fær 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Í ákvörðun kjararáðs var greint frá því að biskup hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins sem sé eitt af æðstu embættum landsins. Agnes hefur ekki viljað tjá sig efnislega um málið.Er einhver ástæða fyrir því að þú hefur ekki viljað tjá þig um málið? „Ég sendi út yfirlýsingu eða setti yfirlýsingu á vef kirkjunnar og það er það sem ég hef um málið að segja,“ segir Agnes en þar er vísað í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar efir 12 ára kyrrstöðu. Agnes telur að umræðan um hækkunina sé að vissu leyti skiljanleg. Hún hafi þó átt það til að vera tengd við persónu hennar frekar en embættið sjálft. „Það er ekki ég persónulega og prívat sem er að hækka í launum þó að svo sé í raun heldur fjallar þetta um embættið. Þetta fjallar ekkert um persónuna Agnesi heldur fjallar þetta um embætti biskups Íslands, sem er æðsti maður þjóðkirkjunna,“ segir Agnes.Hefur komið til greina að gefa launahækkuna til góðgerðarmála eins og forsetinn hefur gert eða eitthvað slíkt? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Forseti Íslands hefur í tæpt ár gefið launahækkun sína frá því í fyrra til góðgerðarmála, um fjórar milljónir króna. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í nóvember í fyrra.Agnes sendi kjararáði erindi árið 2015 þar sem hún óskaði eftir endurmati á launum biskups.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“