Tólf til fimmtán þúsund manns í Kringluna á aðfangadag Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2017 13:15 Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“ Jól Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“
Jól Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira