Styrkleikalisti HBStatz: Einar Rafn bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 15:15 mynd/samsett FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93 Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira