Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. desember 2017 06:07 Sigríður Á. Andersen braut lög að mati Hæstaréttar. VÍSIR/ANTON BRINK Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Hæfnisnefnd mat Jón sem einn af 15 hæfustu umsækjendum en dómsmálaráðherra sniðgekk fjórar tillögur nefndarinnar. Jón var ein þeirra.Ríkisútvarpið greindi frá bréfinu í gærkvöldi en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á þriðjudag braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. Íslenska ríkinu var gert að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómaranna en þeir voru ásamt Jóni meðal þeirra sniðgengnu. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraÍslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson einnig að sækja ríkið til saka þar sem hann telji „ótvírætt að hann eigi kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu,“ eins og það er orðað á vef Ríkisútvarpsins.Þar segir jafnframt að Jón telji tjónið nema mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefjist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í 9 ár.Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag að laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót verði um 1,7 milljónir króna á mánuði. Héraðsdómarar fá í dag um 1,4 milljónir á mánuði og nemur þessi 300 þúsund króna munur í 9 ár því samtals 32,4 milljónum. Að sögn Ríkisútvarpsins liggur þó nákvæm upphæð kröfunnar ekki fyrir en Jón fer jafnframt fram á miskabætur og að lögmannskostnaður hans verði greiddur. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Hæfnisnefnd mat Jón sem einn af 15 hæfustu umsækjendum en dómsmálaráðherra sniðgekk fjórar tillögur nefndarinnar. Jón var ein þeirra.Ríkisútvarpið greindi frá bréfinu í gærkvöldi en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á þriðjudag braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. Íslenska ríkinu var gert að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómaranna en þeir voru ásamt Jóni meðal þeirra sniðgengnu. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraÍslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson einnig að sækja ríkið til saka þar sem hann telji „ótvírætt að hann eigi kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu,“ eins og það er orðað á vef Ríkisútvarpsins.Þar segir jafnframt að Jón telji tjónið nema mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefjist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í 9 ár.Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag að laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót verði um 1,7 milljónir króna á mánuði. Héraðsdómarar fá í dag um 1,4 milljónir á mánuði og nemur þessi 300 þúsund króna munur í 9 ár því samtals 32,4 milljónum. Að sögn Ríkisútvarpsins liggur þó nákvæm upphæð kröfunnar ekki fyrir en Jón fer jafnframt fram á miskabætur og að lögmannskostnaður hans verði greiddur.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42