Flokkarnir fengið tvo milljarða frá ríkinu frá 2010 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. desember 2017 08:00 Fulltrúar sex flokka telja framlög ríkisins upp á 286 milljónir ekki duga og vilja leiðréttingu. vísir/vilhelm Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira