Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 18:58 Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi Alþingi Skipulag Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi
Alþingi Skipulag Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira