Þjóðleikhúsið skiptir yfir í rafrænar leikskrár Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 10:53 Leikhúsgestir munu hafa aðgang að gestaneti auk þess sem spjaldtölvur eru aðgengilegar í gestarými. vísir/gva Þjóðleikhúsið mun frá og með frumsýningu á Hafinu á annan dag jóla, færa allar leikskrár sínar í rafrænt form og hafa þær aðgengilegar öllum á vef leikhússins. Leikhúsgestir hafa einnig aðgang að gestaneti auk þess sem spjaldtölvur eru aðgengilegar í gestarými. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi nýrrar tækni og möguleika sem geri kleift að leggja áherslu á framleiðslu á rafrænu ítarefni sem meðal annars inniheldur viðtöl við leikara og listræna stjórnendur ásamt fleiru sem eykur ánægju leikhúsgesta og þekkingu á þeim verkum sem í boði eru hverju sinni. „Leikhúsgestir eru nánast allir með snjalltæki og vilja nálgast upplýsingar í gegnum þau. Það er ekki nema sjálfsagt að leikhúsið sinni þeirri kröfu og sé í takt við tímann,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með þessa breytingu sem við höfum verið að þróa í haust. Það virðist ekki vera mikill söknuður eftir þykkum prentuðum leikskrám og við skynjum meiri áhuga á efninu sem boðið er upp á í staðinn. Enda býður það upp á nýja og spennandi möguleika.“ Leikhúsið hefur á þessu leikári boðið gestum, án endurgjalds, upp á einfalda prentaða sýningaskrá þar sem finna má grunnupplýsingar um sýningar og aðstandendur þeirra. Gert er ráð fyrir að sú prentun muni einnig leggjast af þegar fram líða stundir. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þjóðleikhúsið mun frá og með frumsýningu á Hafinu á annan dag jóla, færa allar leikskrár sínar í rafrænt form og hafa þær aðgengilegar öllum á vef leikhússins. Leikhúsgestir hafa einnig aðgang að gestaneti auk þess sem spjaldtölvur eru aðgengilegar í gestarými. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi nýrrar tækni og möguleika sem geri kleift að leggja áherslu á framleiðslu á rafrænu ítarefni sem meðal annars inniheldur viðtöl við leikara og listræna stjórnendur ásamt fleiru sem eykur ánægju leikhúsgesta og þekkingu á þeim verkum sem í boði eru hverju sinni. „Leikhúsgestir eru nánast allir með snjalltæki og vilja nálgast upplýsingar í gegnum þau. Það er ekki nema sjálfsagt að leikhúsið sinni þeirri kröfu og sé í takt við tímann,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með þessa breytingu sem við höfum verið að þróa í haust. Það virðist ekki vera mikill söknuður eftir þykkum prentuðum leikskrám og við skynjum meiri áhuga á efninu sem boðið er upp á í staðinn. Enda býður það upp á nýja og spennandi möguleika.“ Leikhúsið hefur á þessu leikári boðið gestum, án endurgjalds, upp á einfalda prentaða sýningaskrá þar sem finna má grunnupplýsingar um sýningar og aðstandendur þeirra. Gert er ráð fyrir að sú prentun muni einnig leggjast af þegar fram líða stundir.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira