Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00