Góð tilbreyting að mæta Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol. vísir/getty Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira