Mjótt á munum og korter í kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2017 06:00 "Puigdemont, okkar forseti,“ stendur á þessu plakati í Barcelona, höfuðborg Katalóníu. Gengið verður til kosninga á morgun og er mjótt á munum á milli aðskilnaðarsinna og sambandssinna í spænska héraðinu. vísir/afp Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira