Seiðandi smokeyförðun Kynning skrifar 30. desember 2017 20:00 Glamour í samstarfi við Bobbi Borwn sýnir hér glæsilega förðun þar sem aðaláherslan er lögð á augnförðunina. Gráir og brúnir tónar leika lykilhlutverk. Fyrst er augnblýantur borinn á við augnháralínu og honum blandað út, því næst er sanseraður augnskuggi borinn á augnlok og undir augnbein.Ljós augnskuggi er svo notaður í innri augnkrók og undir augabrún. Tvö lög af maskara eru borin á augnhárin fyrir þéttari og dramatískari augnhár. Farði í stiftformi er borinn á í þunnu lagi til að jafna út húðtón og sólarpúður borið á enni og kinnbein til að ná fram gylltu og fersku yfirbragði.Fölbleikur, rakagefandi varalitur setur svo punktinn yfir i-ið. Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+. Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Brot af því besta frá New York Glamour
Glamour í samstarfi við Bobbi Borwn sýnir hér glæsilega förðun þar sem aðaláherslan er lögð á augnförðunina. Gráir og brúnir tónar leika lykilhlutverk. Fyrst er augnblýantur borinn á við augnháralínu og honum blandað út, því næst er sanseraður augnskuggi borinn á augnlok og undir augnbein.Ljós augnskuggi er svo notaður í innri augnkrók og undir augabrún. Tvö lög af maskara eru borin á augnhárin fyrir þéttari og dramatískari augnhár. Farði í stiftformi er borinn á í þunnu lagi til að jafna út húðtón og sólarpúður borið á enni og kinnbein til að ná fram gylltu og fersku yfirbragði.Fölbleikur, rakagefandi varalitur setur svo punktinn yfir i-ið. Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.
Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Brot af því besta frá New York Glamour