GoPro í bullandi vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 19:20 Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri GoPro, kynnti nýjustu vörur fyrirtækisins í september í fyrra. Vísir/Getty Forsvarsmenn fyrirtækisins GoPro Inc. ætla að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna og hætta framleiðslu dróna, sem hafa ekki selst eins og væntingar stóðu til. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri GoPro, ætlar ekki að taka við bónusum fyrir síðasta ár. Það var tilkynnt í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörs sem stóð ekki undir væntingum fjárfesta. Hlutabréf fyrirtækisins hafa misst um tuttugu prósent af virði sínu á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkuðu hlutabréf GoPro um allt að 33 prósent í dag. Það er stærsta lækkunin frá því fyrirtækið var sett á markað árið 2014.Alls verður um 250 starfsmönnum sagt upp og er ekki reiknað með að GoPro muni skila hagnaði fyrr en á seinni helmingi þessa árs, samkvæmt frétt Forbes. Woodman, sem var hæst launaðasti framkvæmdastjóri Bandaríkjanna árið 2014, segist staðráðinn í að snúa rekstri fyrirtækisins við.Illa hefur gengið að selja myndavélar og dróna GoPro á undanförnum árum. Önnur tæknifyrirtæki eru einnig farin að selja myndavélar eins og GoPro og tilraun fyrirtækisins með dróna gekk illa.GoPro down 29% after statement that announced it's - laying off 250+ workers- cutting revenue guidance- saying goodbye to its COO and and general counsel and- exiting the drone businesshttps://t.co/A2fKTSgked pic.twitter.com/xTgaChaZ3I— Akin Oyedele (@AkinOyedele) January 8, 2018 Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins GoPro Inc. ætla að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna og hætta framleiðslu dróna, sem hafa ekki selst eins og væntingar stóðu til. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri GoPro, ætlar ekki að taka við bónusum fyrir síðasta ár. Það var tilkynnt í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörs sem stóð ekki undir væntingum fjárfesta. Hlutabréf fyrirtækisins hafa misst um tuttugu prósent af virði sínu á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkuðu hlutabréf GoPro um allt að 33 prósent í dag. Það er stærsta lækkunin frá því fyrirtækið var sett á markað árið 2014.Alls verður um 250 starfsmönnum sagt upp og er ekki reiknað með að GoPro muni skila hagnaði fyrr en á seinni helmingi þessa árs, samkvæmt frétt Forbes. Woodman, sem var hæst launaðasti framkvæmdastjóri Bandaríkjanna árið 2014, segist staðráðinn í að snúa rekstri fyrirtækisins við.Illa hefur gengið að selja myndavélar og dróna GoPro á undanförnum árum. Önnur tæknifyrirtæki eru einnig farin að selja myndavélar eins og GoPro og tilraun fyrirtækisins með dróna gekk illa.GoPro down 29% after statement that announced it's - laying off 250+ workers- cutting revenue guidance- saying goodbye to its COO and and general counsel and- exiting the drone businesshttps://t.co/A2fKTSgked pic.twitter.com/xTgaChaZ3I— Akin Oyedele (@AkinOyedele) January 8, 2018
Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira