Sex sóttu um að gegna Embætti landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar á nýliðnu ári. Rann umsóknarfrestur út þann 4. janúar síðastliðinn en umsækjendurnir eru eftirfarandi:
• Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala
• Arna Guðmundsdóttir, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur
• Bogi Jónsson, læknir við bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Norður Noregi
• Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvardháskólans í Boston
• Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins
• Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins skipar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, landlækni til fimm ára í senn að undangengu mati sérstakrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda.
Núverandi landlæknir er Birgir Jakobsson.
Sex umsækjendur um Embætti landlæknis

Tengdar fréttir

Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum
Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga.

Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar
Birgir Jakobsson lætur af störfum vegna aldurs í apríl á næsta ári.