Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. janúar 2018 13:30 Þórunn Hilda Jónasdóttir Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969. Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969.
Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira