Fullgerðar sögur og brot úr fleirum á sýningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2018 11:15 Arnar vildi vera í þessum bransa síðan hann var sjö ára. Vísir/Eyþór Arnar Heiðmar hefur opnað myndasögusýningu í Borgarbókasafninu/Menningarhúsi í Grófinni við Tryggvagötu. Þar eru bæði fullgerðar sögur og brot úr fleirum sem Arnar hefur annaðhvort skrifað eða ritstýrt á síðustu árum. Here and Back Again heitir sýningin. Sem listamaður rekur Arnar feril sinn til þess þegar hann tók þátt í myndasögusamkeppni með Elizabeth Katrín Mason í Grófinni fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur hann unnið með fyrirtækjum, útgefendum og listamönnum. „Áhugi minn á myndasögum snýr einkum að því að sjá hvernig myndir geta bætt við frásagnir – og öfugt – til dæmis þegar kemur að því að lýsa tilfinningum sögupersóna,“ segir Arnar. Spurður hvað hafi kveikt þann áhuga svarar hann: „Það voru aðallega myndir og þættir sem byggðu á myndasögum, svo sem Batman: The Animated Series. Bókasöfnin gáfu mér líka tækifæri til að lesa aragrúa af myndasögum, svo sem Sandman eftir Neil Gaiman. Ég hef viljað vera í þessum bransa síðan ég var um sjö ára aldur eða svo.“ Þetta er fyrsta skipti sem Arnar er með opinbera sýningu og hann útskýrir að sumar sögurnar geti verið byggðar á almenningsefni, svo sem ævintýrasögum. „Ég teikna ekki myndasögur heldur skrifa ég og ritstýri þeim og vinn af og til aðra vinnu tengda myndasögum. Allar myndir á sýningunni núna eru eftir konur sem flestallar eru útlendingar sem ég finn í gegnum netið. Nöfn þeirra eru sýnd skýrt á sýningunni og mæli ég endilega með því að fólk sjái verkin þeirra.“ Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Arnar Heiðmar hefur opnað myndasögusýningu í Borgarbókasafninu/Menningarhúsi í Grófinni við Tryggvagötu. Þar eru bæði fullgerðar sögur og brot úr fleirum sem Arnar hefur annaðhvort skrifað eða ritstýrt á síðustu árum. Here and Back Again heitir sýningin. Sem listamaður rekur Arnar feril sinn til þess þegar hann tók þátt í myndasögusamkeppni með Elizabeth Katrín Mason í Grófinni fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur hann unnið með fyrirtækjum, útgefendum og listamönnum. „Áhugi minn á myndasögum snýr einkum að því að sjá hvernig myndir geta bætt við frásagnir – og öfugt – til dæmis þegar kemur að því að lýsa tilfinningum sögupersóna,“ segir Arnar. Spurður hvað hafi kveikt þann áhuga svarar hann: „Það voru aðallega myndir og þættir sem byggðu á myndasögum, svo sem Batman: The Animated Series. Bókasöfnin gáfu mér líka tækifæri til að lesa aragrúa af myndasögum, svo sem Sandman eftir Neil Gaiman. Ég hef viljað vera í þessum bransa síðan ég var um sjö ára aldur eða svo.“ Þetta er fyrsta skipti sem Arnar er með opinbera sýningu og hann útskýrir að sumar sögurnar geti verið byggðar á almenningsefni, svo sem ævintýrasögum. „Ég teikna ekki myndasögur heldur skrifa ég og ritstýri þeim og vinn af og til aðra vinnu tengda myndasögum. Allar myndir á sýningunni núna eru eftir konur sem flestallar eru útlendingar sem ég finn í gegnum netið. Nöfn þeirra eru sýnd skýrt á sýningunni og mæli ég endilega með því að fólk sjái verkin þeirra.“
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira